Icelandia
Icelandia
Icelandia

Deildarstjóri stjórnstöðvar BSÍ

Kynnisferðir, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.

Við leitum að öflugum deildarstjóra stjórnstöðvar BSÍ til að stýra stjórnstöð/vaktstjórn, fara með mannaforráð, setja mælanleg markmið, fylgjast með árangri og vinna að stöðugum umbótum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur og stýring stjórnstöðvar hópbifreiðastjóra (BSÍ)
  • Hámarka nýtingu bíla og starfsfólks
  • Tryggja gæði þjónustu við farþega, þ.m.t. áreiðanleika, stundvísi og framkvæmd ferða
  • Vinna að stöðugum umbótum í rekstri, ferlum, skipulagi og að gerð og eftirfylgni verklagsreglna og gæðamálum
  • Verkstjórn, þjálfun og eftirfylgni með störfum vaktstjóra
  • Dagleg samskipti við hópbifreiðastjóra, söludeild og ferðasvið
  • Tryggja tjónaskráningar
  • Ráðningar og mönnunarþörf í samráði við mannauðsdeild
  • Launasamþykkt
  • Innkaup á rekstrarvörum og mat á kaffistofu
  • Aðstoð við svörun ábendinga frá viðskiptavinum
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem gagnast í starfi
  • Reynsla af starfsemi hópferðabíla æskileg
  • Aukin ökuréttindi kostur
  • Þekking á uppbyggingu og rekstri bíla
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Skipulagshæfileikar
  • Hæfni til að leiða teymi
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Þjónustulund
  • Frumkvæði
  • Hæfni til að vinna undir álagi
Fríðindi í starfi eru líkamsræktarstyrkur, sálfræðitímar, afsláttur af bílaleigubílum, afsláttur í ferðir á vegum Icelandia, styrkur vegna kaupa á handfrjálsum búnaði og niðurgreiddur hádegismatur.
 
Vinnutími er hefðbundinn skrifstofutími.
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Sálfræðitímar
  • Afsláttur af bílaleigubílum
  • Afsláttur í ferðir á vegum Icelandia
  • Styrkur vegna kaupa á handfrjálsum búnaði
  • Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing stofnuð6. maí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Vatnsmýrarvegur 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar