
Deildarstjóri skipulagsmála
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur leitar að öflugum leiðtoga í nýtt starf deildarstjóra skipulagsmála Reykjavíkurborgar.
Deild skipulagsmála ber ábyrgð á framkvæmd deili- og hverfisskipulagsáætlana, að málsmeðferð og áherslur séu í samræmi við stefnu borgaryfirvalda í takt við vandaða stjórnsýsluhætti og markmið sviðsins um framúrskarandi þjónustu. Í skipulagsáætlun er gerð grein fyrir stefnu sveitarstjórnar og ákvörðunum um framtíðarnotkun lands, s.s. fyrirkomulagi byggðar, samgöngum og verndun menningar- og náttúruminja. Skipulagsáætlanir skiptast í svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag og skulu þær vera í innbyrðis samræmi.
Við leitum að framsæknum einstaklingi með ríka forystu- og samskiptahæfileika, frumkvæði og þjónustumiðaða hugsun, sem hefur áhuga á nýsköpun og vilja til að taka þátt í að leiða skipulagsmál í Reykjavík.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu, góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri skipulags-og byggingarmála.
- Ábyrgð á faglegu starfi, uppbyggingu og skipulagi deildar og að málsmeðferð og áherslur verkefna séu í samræmi við stefnu borgaryfirvalda í umhverfis- og skipulagsmálum.
- Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð skrifstofu skipulags og byggingarmála.
- Forsvar fyrir þjónustu, fagleg stjórnun mannauðs, fjármála, skipulags og daglegra verkefna auk ábyrgðar á rekstri.
- Leiðandi hlutverk við þróun verkefnamiðaðrar teymisvinnu.
- Leiðir áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu einingarinnar og tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
- Samskipti og samráð við íbúa, hagsmunaaðila, ráðgjafa og stofnanir, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfis.
- Samningagerð og rýni við gerð útboðsgagna, kostnaðargát og yfirumsjón með forgangsröðun verkefna og samræmingu innan deildar.
- Háskólapróf á sviði arkitektúr, landslagsarkitektúr, skipulagsfræðum, eða sambærilegt. Viðeigandi löggilding sérfræðinga í tækni og hönnunargreinum áskilin.
- Framhaldsmenntun í fagi er áskilin.
- Viðbótamenntun á sviði stjórnunar, verkefnastjórnunar og/eða opinberrar stjórnsýslu er kostur.
- Mjög góðir hæfileikar til samskipta og samvinnu.
- Víðtæk reynsla á starfssviðinu áskilin.
- Hæfni til að skapa öfluga liðsheild.
- Greiningar- og skipulagshæfni, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.
- Reynsla af stjórnun og áætlanagerð ásamt þekkingu á opinberri stjórnsýslu kostur.
- Þekking á skipulags- og byggingarlögum og viðkomandi reglugerðum.
- Góð tölvu- og tæknikunnátta og umbótamiðuð hugsun varðandi tæknilausnir.
- Íslenskukunnátta C1-C2 skv. samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.













