Furugrund
Furugrund
Furugrund

Deildarstjóri óskast

Leikskólinn Furugrund er staðsettur á frábærum stað í Fossvogsdalnum í Kópavogi. Leikskólinn er sex deilda og staðsettur í tveimur húsum.

Við leitum að kennara til liðs við okkur frá næsta hausti í stöðu deildarstjóra.

Staðan er við deildarstjórn á deild yngstu barna frá 1-2 ára þar sem eru 12 börn.

Í leikskólanum er mikill mannauður, starfsmannaveltan er lág og hér starfar hátt hlutfall fagmenntaðra. Starfsandi Furugrundar einkennist af virðingu og hlýju, gleði og fagmennsku

Helstu áherslur leikskólans eru að rækta með börnunum jákvæða sjálfsmynd og góða tilfinningagreind.

Einkunnarorð skólans eru virðing, hlýja, öryggi og traust og er það rauði þráðurinn í öllu okkar starfi.

Sérstök áhersla er lögð á jákvæðan aga og jóga í starfi með börnunum.

Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, kjarasamningum, mannauðs- og skólastefnu Kópavogsbæjar.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
  • Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
  • Ber ábyrgð á að einstaklingsnámsskrám vegna einstakra barna sé framfylgt.
  • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.
  • Situr starfsmannafundi, stjórnenda- og fagfundi sem og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Faglegur metnaður í starfi
  • Jákvæðni, lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldis- eða háskólamenntun.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Þeir sem eru ráðnir til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef Alfreðs.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Allir einstaklingar óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðunni: http://furugrund.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 20.maí 2024. Ráðið verður í starfið eftir samkomulagi og er möguleiki á að hefja störf fyrr en í haust.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Eva Sif Jóhannsdóttir leikskólastjóri, sími 441-6301 eða Helga Hanna Þorsteinsdóttir aðstoðarskólastjóri, sími 441-6302.

Fríðindi í starfi
  • Styttri vinnuvika, vinnustytting er að hluta til notuð í lokanir í jóla- páska- og vetrarfríum
  • Frítt fæði
  • Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
 
Auglýsing stofnuð6. maí 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Furugrund 1, 200 Kópavogur
Furugrund 3, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar