Furugrund
Furugrund
Furugrund

Brennur þú fyrir sérkennslu?

Leikskólinn Furugrund er staðsettur á frábærum stað í Fossvogsdalnum í Kópavogi. Leikskólinn er sex deilda og staðsettur í tveimur húsum.

Við leitum að sérkennara eða þroskaþjálfa til liðs við okkur.

Starfshlutfall er umsemjanlegt og getur verið allt frá 75-100%.

Staðan er afleysing til árs en með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Við leitum að metnarfullum einstakling sem mun skipuleggja og sinna sérkennslu í samvinnu við sérkennslustjóra, deildarstjóra og foreldra. Kennslan er margvísleg og felur í sér að sinna og koma til móts við þarfir barna sem hljóta sérkennslu innan skólans. Meðal annars getur hún falið í sér stuðning í leik og starfi, hópastundir og fleira.

Viðkomandi yrði hluti af sérkennsluteymi skólans og tekur meðal annars þátt í leiðbeiningu og fræðslu til samstarfsfólks.

Í leikskólanum er mikill mannauður, starfsmannaveltan er lág og hér starfar hátt hlutfall fagmenntaðra. Starfsandi Furugrundar einkennist af virðingu og hlýju, gleði og fagmennsku

Helstu áherslur leikskólans eru að rækta með börnunum jákvæða sjálfsmynd og góða tilfinningagreind.

Einkunnarorð skólans eru virðing, hlýja, öryggi og traust og er það rauði þráðurinn í öllu okkar starfi.

Sérstök áhersla er lögð á jákvæðan aga og jóga.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfið felur í sér almenna kennslu sem og sérkennslu.
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna.
  • Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs viðkomandi deildar undir stjórn deildarstjóra og sérkennslustjóra.
  • Samskipti við foreldra/forsjáraðila barna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Einnig væri þekking á eftirfarandi þekking æskileg:

  • AEPS færnimiðuðu matskerfi
  • TEACCH
  • Réttindi til að leggja fyrir EFI og HLJÓM

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 27.maí 2024.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst en þó ekki síðar en í ágúst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 75% - 100%.

Þeir sem eru ráðnir til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef Alfreðs.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Allir einstaklingar óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðunni: http://furugrund.kopavogur.is

Hvetjum við umsækjendur til að kynna sér bætt starfsumhverfi barna og kennarar í leikskólum Kópavogs. Sjá nánar hér

Nánari upplýsingar um starfið gefur Eva Sif Jóhannsdóttir leikskólastjóri, sími 441-6301 eða Helga Hanna Þorsteinsdóttir aðstoðarskólastjóri, sími 441-6302. Einnig er hægt að senda tölvupóst á furugrund@kopavogur.is fyrir nánari upplýsingar.

Fríðindi í starfi
  • Styttri vinnuvika, vinnustytting er að hluta til notuð í lokanir í jóla- páska- og vetrarfríum

    Frítt fæði

    Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing stofnuð6. maí 2024
Umsóknarfrestur27. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Furugrund 3, 200 Kópavogur
Furugrund 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar