
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg
Brimborg er sölu- og þjónustuaðili Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi.
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims en auk Mazda, Peugeot, Citroën og Opel hefur Brimborg umboð fyrir Volvo, Ford og Polestar, ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum auk hágæða hjólbarða frá Nokian.
Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki.

Bifvélavirki fyrir Peugeot, Citroën, Opel og Mazda
Brimborg óskar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum bifvélavirkja til starfa á Peugeot, Citroën, Opel og Mazda verkstæði fyrirtækisins við Bíldshöfða 8 í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér bilanagreiningu og viðgerðir á Peugeot, Citroën, Opel og Mazda bílum.
Við bjóðum uppá
- Nýjustu bíltækni og framúrskarandi aðstöðu
- Starfið er lifandi og spennandi þar sem unnið er við nýjustu bíltækni með háþróuðum tækjabúnaði sem eykur skilvirkni og léttir störfin.
- Frábæra starfsmannaaðstöðu
- Glæsilega búningaaðstöðu og öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað
- Sveigjanleiki í vinnu
Metnaðarfulla stjórnun
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup- Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á tækni og nýjungum, sem langar að starfa með sterku liði sérfræðinga þar sem miklir möguleikar eru á símenntun og starfsþróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bilanagreiningu og viðgerðir á Peugeot, Citroën, Opel og Mazda bílum
- Þátttaka í þjálfun og símenntun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi í bifvélavirkjun eða sambærileg reynsla af bílaviðgerðum
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
- Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
- Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
Auglýsing birt18. júlí 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bíldshöfði 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunBílvélaviðgerðirFrumkvæðiMannleg samskiptiÖkuréttindiStundvísiVélvirkjunÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Hydram Research is hiring: Engineering & Physics
Hydram Rannsoknir

Söluráðgjafi rafbúnaðar Johan Rönning í Reykjanesbæ
Johan Rönning

Tækjamaður / Machine operator
Stíflutækni

Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Fastus

Bifvélarvirki óskast
Bíleyri ehf.

Vélamaður á íþróttavelli Kópavogs (afleysing í 6 mánuði)
Kópavogsbær

Yfirvélstjóri
Hraðfrystihús Hellissands hf.

Mechanic / Bifvélavirki
Campeasy

Uppsetninga - og þjónustusérfræðingur hurða
Héðinshurðir ehf

Tæknistjóri Sjódeild Arnarlax / Technical Manager seawater Arnarlax
Arnarlax ehf

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Tengdu þig við okkur - rafvirki á Hvolsvelli
Rarik ohf.