

Baðvörður - Kópavogslaug
Baðvörður óskast í Kópavogslaug
Laust er til umsóknar hlutastarf við baðvörslu í búningsklefum kvenna. Meginhlutverk er að hafa eftirlit með, leiðbeina og aðstoða baðgesti, auk þess að halda búningsklefum hreinum og snyrtilegum. Vinnutími er virka daga frá klukkan 10:00 til 14:00.
Kópavgoslaug er staðsett í vesturbæ Kópavogs stutt frá Hamraborginni og er einn stærsti sundstaður landsins. Þar eru sundlaugar úti og inni ásamt heitum pottum og köldum, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa á fjórða tug manna við þjónustustörf og öryggisgæslu.
Ráðningartími og starfshlutfall
- Starfshlutfall er 55,6%.
- Gott ef umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst, en þó ekki skilyrði.
- Um framtíðarstarf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur.
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir samviskusamir, þolinmóðir, vinnusamir og þjónustulundaðir.
- Hafa gaman af því að vinna með börnum
- Starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru.
- Hreint sakavottorð.
- Eingöngu konur koma til greina í starfið.
- Mikilvægt er að upplýsingar um meðmælendur fylgi umsókn.
- Starfið krefst nokkurrar íslenskukunnáttu.
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar gefur Jakob Þorsteinnson, forstöðumaður, í netfanginu [email protected].












