
Arnarlax ehf
Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með aðalstarfsemi á Vestfjörðum og með höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið er að fullu lóðrétt samþætt með alla þætti virðiskeðjunnar á sinni hendi, þar með talið seiðaframleiðslu, eldi, vinnslu og sölu.
Arnarlax teymið samanstendur nú af um 180 hæfu fólki á öllum stigum virðiskeðjunnar. Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af öllum kynjum og ýmsum þjóðernum sem vinna saman að framleiðslu fyrsta flokks lax til viðskiptavina um allan heim.
Við erum með starfsemi í 5 mismunandi sveitarfélögum með starfsstöðvar á Bíldudal, Patreksfirði og Reykjavík og með seiðaframleiðslu á Tálknafirði, Þorlákshöfn og Hallkelshólum.
Arnarlax er jafnlaunavottað fyrirtæki.
Arnarlax hvetur alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starf, óháð kyni og þjóðernisuppruna.

Almenn umsókn
Ert þú framtíðarliðsfélagi okkar?
Við hjá Arnarlax erum ávallt að leita að áhugasömu, lausnamiðuðu og jákvæðu fólki sem vill taka þátt í fjölbreyttu og metnaðarfullu starfsumhverfi. Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur – hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði eða býrð yfir reynslu – viljum við gjarnan heyra frá þér.
Sendu okkur umsókn og ferilskrá – við skoðum allar umsóknir jafnóðum og höfum samband ef við sjáum tækifæri sem hentar þér.
Auglýsing birt29. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturbyggð
Þorlákshöfn
Kópavogur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Viltu starfa við lífeyrisráðgjöf?
Tryggja

Tæknimaður á verkstæði / Raftæki
Raftækjaverkstæðið

Afgreiðslustarf í Skeifunni. Hlutastarf.
Ullarkistan ehf

Sölufulltrúi - Fullt starf
Byggt og búið

Sölufulltrúi í Icewear Hveragerði
ICEWEAR

Stýrimaður - Helmsman/ First mate
Björgun ehf.

Útkeyrsla & áfyllingar í verslanir - hlutastarf
Kavita ehf.

Sölufulltrúar í verslun Stórhöfða 25 - Hlutastörf. Tilvalið fyrir skólafólk.
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni

Tæknimaður
Arctic Fish

Lagerstarfsmaður og afgreiðsla
Dekkjahöllin ehf

Sölufulltrúi
IKEA

Söluráðgjafi Ford atvinnubíla
Ford á Íslandi | Brimborg