
Brimborg
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum. Brimborg er umsvifamikið í innflutningi, sölu, þjónustu og útleigu á farar- og flutningatækjum til atvinnurekstrar eða einkanota og býður meðal annars hjólbarða frá Nokian og útleigu bíla frá Dollar og Thrifty. Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki.
Starfsstöðvar Brimborgar eru í dag átta talsins í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akureyri. Þótt auður hvers fyrirtækis felist að miklu leyti í góðu skipulagi og rekstri er mannauðurinn ekki síður mikilvægur. Þar hefur Brimborg miklu láni að fagna og margir af ríflega 250 starfsmönnum fyrirtækisins hafa starfað hjá því í yfir 20 ár. Þetta er þrautþjálfað fólk með mikla reynslu og þekkingu og slík tryggð starfsmanna við fyrirtæki í harðri samkeppni er ómetanleg.
Brimborg býður upp á breitt úrval starfa, tímabundin sem og ótímabundin og tökum vel á móti nemum til okkar sem hyggjast stefna að fagmennsku í bifvélavirkjun og/eða vélvirkjun. Öll okkar verkstæði eru gæðavottuð frá Bílgreinasambandinu en Brimborg rekur alls 10 verkstæði.

Almenn umsókn
Hér getur þú lagt inn almenna umsókn hjá Brimborg.
Innan Brimborgar er breitt úrval starfa og því er mælst til þess að ferilskrá sé send með almennri umsókn.
Almenn umsókn gildir í tvo mánuði nema óskað sé sérstaklega eftir styttri tíma.
Fríðindi í starfi
Margvísleg fríðindi sbr. mannauðsstefnu Brimborgar.
Sambærileg störf (12)

Öflugur þjónustufulltrúi óskast
Eignarekstur ehf Garðabær Fullt starf

Verkefnastjóri á skrifstofu Siðmenntar
Siðmennt Reykjavík 11. júní Fullt starf

Afgreiðsla/lager vara- og aukahlutaverslun
ÍSBAND verkstæði og varahlutir Reykjavík 11. júní Fullt starf

Málmsuðumaður / Welder
Íslenska gámafélagið Reykjavík 1. júlí Fullt starf

Sölufulltrúi
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar - G... Kópavogur Fullt starf

Viðskiptastjóri hjá Creditinfo
Creditinfo Reykjavík 20. júní Fullt starf

Fulltrúi á rekstrarsviði
LOGOS lögmannsþjónusta Reykjavík 30. júní Fullt starf

Sölu/afgreiðslustarf Smáralind.
Optical Studio Kópavogur Sumarstarf (+2)

Hefur þú góða ritfærni og áhuga á upplýsingamiðlun?
Arion Banki Reykjavík 11. júní Sumarstarf (+2)

Múrari vanur / Mason with experience
Viðhald Fasteigna Reykjavík Fullt starf

Starfsmaður í áætlanagerð flugáhafna
Air Atlanta Icelandic Kópavogur 11. júní Fullt starf

Deildarstjóri Stjórnmálafræðideildar, Félagsvísindasvið HÍ
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Reykjavík 12. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.