Álfhólsskóli
Álfhólsskóli
Álfhólsskóli

Álfhólsskóli-starfsfólk í stuðning og frístund næsta skólaár

Við í Álfhólsskóla óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa og frístundarleiðbeinendur fyrir skólaárið 2024-2025.

Í Álfhólsskóla eru um 600 nemendur í 1.-10. bekk og um 130 starfsmenn. Skólinn byggir á langri sögu um framsækið og árangursríkt skólastarf. Starfið einkennist af fjölbreyttum kennsluháttum, áherslu á læsi, teymiskennslu og leiðsagnarnám. Allir nemendur skólans eru með spjaldtölvur. Álfhólsskóli er fjölmenningarlegur skóli sem leggur áherslu á inngildingu allra nemenda. Í skólanum eru starfrækt námsver fyrir nemendur með einhverfu. Álfhólsskóli er í innleiðingarferli sem réttindaskóli Unicef. Skólinn hefur mótað eigin skólamenningaráætlun ,,Öll sem eitt". Skólinn er jafnframt Grænfánaskóli og Heilsueflandi skóli.

Einkunnarorð skólans eru : menntun - sjálfstæði - ánægja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við nemendur í námi og leik, inni og úti
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans, áætlunum og verkefnalýsingum
  • Samstarf við alla aðila skólasamfélagsins um hagsmuni nemenda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Vera tilbúin að vinna eftir stefnu skólans og geta tekið leiðsögn
  • Frumkvæðni og jákvæðni
  • Góð tök á íslensku bæði máli og riti
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur8. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Álfhólsvegur 120, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar