Olíudreifing
Olíudreifing

Aðstoðarstöðvarstjóri

Olíudreifing leitar að ábyrgum og metnaðarfullum aðstoðarstöðvarstjóra í olíubirgðastöðinni í Örfirisey í Reykjavík.

Aðstoðarstöðvarstjóri skipuleggur daglega vinnu stöðvarmanna sem snúa að vöktum, skiptingu verka við móttöku eldsneytis, afgreiðslum til skipa, vinnslu úrgangsolíu og aðra skipulagningu daglegra verka. Aðstoðarstöðvarstjóri í Örfirisey leysir af stöðvarstjóra í fjarveru hans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning daglegrar vinnu og verka stöðvarmanna.
  • Afleysing stöðvarstjóra.
  • Umsjón með öllum þáttum er varða umgengni.
  • Afgreiðsla til skipa ásamt lestun og losun olíuskipa.
  • Fylgjast með virkni aðgangsstýrikerfis og myndavéla.
  • Umsjón eftirlits og vöktunar búnaðar.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur.
  • Leiðtogahæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Snyrtimennska, skipulag og stundvísi.
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.

 

Auglýsing stofnuð6. maí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar