

Viltu stýra framtíðinni á Austurlandi? - Stöðvarstjóri á Reyðarfirði
Hringrás leitar að öflugum stöðvarstjóra á Reyðarfirði
Um starfið: Viltu taka þátt í að stýra mikilvægri starfsemi í hringrásarhagkerfinu á Austurlandi? Hringrás, leiðandi fyrirtæki í endurvinnslu og umhverfislausnum, leitar að framtakssömum og drífandi stöðvarstjóra til að leiða starfsstöð okkar á Reyðarfirði.
Starfsstöðin er lykilhlekkur í þjónustu okkar við blómlegt atvinnulíf á Austurlandi og gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að tryggja að verðmætum á borð við brotajárn og góðmálma sé skilað aftur í hringrásina. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að byggja upp viðskiptasambönd, tryggja skilvirkan rekstur og vera andlit Hringrásar á svæðinu.
Stöðvastjóri þarf að hafa búsetu á Austurlandi.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Daglegur rekstur: Full ábyrgð á rekstri, skipulagi og afkomu stöðvarinnar.
- Sala og viðskiptaþróun: Virk sala og markaðssetning á þjónustu Hringrásar. Þú byggir upp og viðheldur sterkum tengslum við fyrirtæki og einstaklinga á Austurlandi.
- Verkefnastjórnun: Yfirumsjón með móttöku og flokkun á efnum sem berast stöðinni.
- Þjónusta: Tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini, þar með talið skipulagningu á losun gáma og annarri þjónustu.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af rekstri, sölu- eða þjónustustjórnun er mikill kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, metnaður og geta til að starfa sjálfstætt.
- Góð skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Áhugi á umhverfismálum og endurvinnslu er forskot.
- Bílpróf og stóra vinnuvélaréttindin er skilyrði.
- Meirapróf er kostur.
- Færni til viðhalds á vélum og búnaði er kostur.
Við bjóðum:
- Ábyrgðarmikið og fjölbreytt starf hjá framsæknu fyrirtæki í græna geiranum.
- Tækifæri til að móta og þróa starfsemina og vaxa í starfi.
- Góðan starfsanda og stuðning frá öflugu teymi sérfræðinga.













