Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi
Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi
Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi

Verkefnastjóri í fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks og fleira

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að starfa á starfsstöð Fræðslunetsins á Selfossi. Um er að ræða fullt stöðugildi, sem skiptist þannig að 75% snýr að verkefnastjórnun í fræðslu fatlaðs fólks og 25% í verkefnastjórnun almennt í fullorðinsfræðslu. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025.

Fræðslunetið er viðurkenndur fræðsluaðili með EQM+ gæðavottun, sem sinnir fullorðinsfræðslu og símenntun á Suðurlandi. Helstu hlutverk starfseminnar er að sinna framhaldsfræðslu samkvæmt lögum nr. 27/2010, sinna íslenskukennslu fyrir útlendinga, fullorðinsfræðslu fyrir fatlað fólk, bjóða upp á virkniúrræði í samstarfi við VIRK, Vinnumálastofnun og Birtu starfsendurhæfingu og veita fyrirtækjum og stofnunum þjónustu á sviði þarfagreininga og endurmenntunar.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Skipuleggja og undirbúa námskeið og námsbrautir fyrir fatlað fólk samkvæmt 
           viðmiðum í samstarfssamningi við Fjölmennt.

·         Annast umsjón og fundi notendaráðs fatlaðra í samstarfi við Bergrisann.

·         Annast samningsgerð við  kennara í verktöku og skýrslugerð til Fjölmenntar

·         Heimsækja stofnanir og sérbýli þar sem fatlað fólk vinnur og býr og kynna starfsemina.

·         Virk þátttaka í endurmenntun og ábyrgð á því að uppfæra eigin hæfni.

·         Samvinna við starfsmenn Fræðslunetsins og þátttaka í þróunar- og gæðastarfi.

·         Skipulagning og umsjón með öðru fjölbreyttu námi á vegum Fræðslunetsins
          samkvæmt þörfum og skipulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Háskólanám er skilyrði og meistaragráða æskileg. Viðkomandi þarf að hafa
          framhaldsmenntun á sviði þroskaþjálfafræða, sérkennslu eða fötlunarfræða.

·         Góð tölvukunnátta og færni í upplýsingatækni er skilyrði.  Reynsla af notkun INNU,
          Planner/Trello og skýjalausnum Office 365 er mikilvæg.

·         Haldbær reynsla af kennslu og verkefnastjórnun í fullorðinsfræðslu er kostur.

·         Frumkvæði, ríkir skipulagshæfileikar, sjálfstæði í starfi og góð samskiptahæfni.

Utworzono ofertę pracy8. May 2025
Termin nadsyłania podań29. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Tryggvagata 13, 800 Selfoss
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia