

Trip To Japan - Forritari
Trip To Japan leitar að fram-, bakenda eða fullstack forritara. Við tökum við umsóknum frá reynsluboltum sem og ungu talenti og getum stækkað teymið í þá áttir sem hentar viðkomandi. Eina krafan er að finnast gaman að vinna í veflausnum og vera til í að bretta upp ermar, læra helling og shippa.Stakkurinn lítur svona út:
- Next.js á Vercel
- CloudFlare Workers bakendi með tRPC, uploads o.fl.
- Framer Motion
- Zero Sync (svipað og Linear er með fyrir local sync)
- Radix & React Aria componentar
- Dato CMS
- Eitthvað af neverthrow fyrir runtime safety
- Drizzle ORM + Postgres
- next-intl fyrir þýðingar
- Framer Motion, Tailwind
- pnpm monorepo - TypeScript strict
- Stripe Elements
- Vercel AI með AutoRAG frá CloudFlare, og erum að contribute-a í þessi verkefni
Þetta eru í rauninni þrjár vörur - 1) miðill með upplýsingum um Japan, 2) bókunarvélin sjálf og svo 3) bakvinnslan þar sem starfsfólkið okkar vinnur úr pöntunum og supportar viðskiptavini í aðdraganda ferðar og yfir ferðina sjálfa. Allar þrjár vörur eru á fleygiferð og okkur vantar fleiri hendur.Þeir sem hafa áhuga endilega senda okkur línu með CV, við bjóðum svo efnilegu fólki í kaffi, tökum rúnt um codebase-ið og spjöllum saman.Við erum að leita að fólki sem vill koma inn í lítið og þétt teymi sem ítrar hratt, leggur áherslu á góða notendaupplifun og fallega hönnun. Áskorunin felst í umfanginu - því við erum að gera bókunarlausn þvert á alla flokka ferðaþjónustu - gistingu, afþreyingu, samgöngur og aukavörur. Þetta þarf að flétta saman í snuðrulausa bókunarlausn og passa svo að notandinn sé með allt við hendina þegar hann mætir til Japan.









