

Reynslumikill forritari / Experienced programmer
Ertu drífandi reynslumikil manneskja með brennandi áhuga á forritun og gervigreind? Langar þig til að vinna að nýjum lausnum fyrir heilbrigðiskerfið? Þá erum við hjá Careflux að leita að þér!
Við þróum hugbúnaðarlausnir sem nýta mállíkön og önnur gervigreindarlíkön til að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki vinnuna. Okkur vantar reynslumikinn forritara (7+ ára starfsreynsla), með yfirgripsmikla þekkingu á Python, SQL, HTML, JavaScript/React og prófunardrifinni þróun (TDD) í teymið okkar sem samanstendur af forriturum, læknum og sérfræðingum í máltækni og gervigreind.
Sem reynslumikill forritari hjá Careflux getur þú veitt forritunarteyminu tæknilega leiðsögn og leitt þróun á hugbúnaðarlausnum okkar fyrir heilbrigðiskerfið. Sú vinna felst í þróun á viðmótum fyrir heilbrigðisstarfsfólk og fyrir gerð þjálfunargagna gervigreindarlíkana, forritun á bakenda og sjálfvirkum prófunum, ásamt vinnu með hugbúnaðarteymum annarra fyrirtækja sem nota okkar lausnir í gegnum beina tengingu og forritaskil.
-
Háskólagráða í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegu námi
-
Að lágmarki 7 ára reynsla af hugbúnaðarþróun
-
Reynsla af þróun í Python, SQL, HTML og Javascript/React
-
Reynsla af þróun bæði fram- og bakenda
- Reynsla af þróun sjálfvirkra prófana
-
Sjálfstæð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar
-
Áhugi á net- og hugbúnaðaröryggi er kostur
-
Reynsla af notkun Azure skýjaþjónustu er kostur.
Vinna þétt í litlu teymi í fyrirtæki sem er með spennandi möguleika á markaði og er að undirbúa vaxtarfasa. Möguleiki er á kaupréttum sem hluti af launakjörum.













