
HD Iðn- og tækniþjónusta
HD ehf. er eitt öflugasta iðn- og tækni-þjónustufyrirtækið á Íslandi og þjónustar meðal annars orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, sjávarútveg og fiskeldi. HD er framsækið og vel rekið fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum viðhaldi á vélbúnaði, stálsmíði og tækniþjónustu.
Hjá HD starfa um 200 manns á 6 starfs-stöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, Straumsvík, Grundartanga og Eskifirði. Fyrirtækið er vel búið tækjum og aðstöðu sem tryggir hámarks fagmennsku og skilvirkni. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum faglega og skilvirka þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni í þeirra rekstri.
Við leggjum ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsmenn fá tækifæri til að þróast í starfi og vaxa með fyrirtækinu. Við styðjum framtíðar fagmenn með nemastyrkjum og erum opin fyrir hæfu, áhugasömu og metnaðarfullu fólki sem axlar ábyrgð, sýnir frumkvæði og vill taka virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Við veitum starfsmönnum okkar tækifæri til að þróast í krefjandi og spennandi umhverfi.
Við leitum að einstaklingum sem búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vinna vel í teymi og hafa metnað til að skila framúrskarandi starfi. Starfsmenn HD njóta meðal annars líkamsræktarstyrks og heits hádegismatar.
Gildin okkar – öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska – eru okkur að leiðarljósi í öllum daglegum störfum.

Sviðsstjóri tæknisviðs HD ehf.
Leiðandi hlutverk í framsæknu iðn- og tæknifyrirtæki
HD Iðn- og tækniþjónusta leita að metnaðarfullum og framsýnum stjórnanda til að leiða fjölbreytt og öflugt teymi á tæknisviði fyrirtækisins inn í næsta vaxtarskeið. Við leitum að einstaklingi með góða þekkingu á iðnaði og tæknilausnum, reynslu af stjórnunarstörfum og framúrskarandi samskiptahæfni.
HD er eitt öflugasta iðn- og tækniþjónustufyrirtækið á Íslandi og þjónustar meðal annars orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, sjávarútveg og fiskeldi. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á sjálfbærni, öryggi og framúrskarandi verklegan árangur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórn og rekstur tæknisviðs
- Mótun tæknistefnu HD með áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og öryggi
- Byggja upp og leiða öflugt teymi sérfræðinga
- Leiða og þróa ástandsgreiningarþjónustu HD
- Stýra þróun og innleiðingu tæknilausna á sviði, orku, iðnaðar og sjávarútvegs
- Yfirumsjón með stærri verkefnum og verkefnastjórn
- Vinna að útboðum, tilboðum og verkáætlunum
- Fylgja eftir verkefnum og tryggja afhendingu samkvæmt áætlun og gæðaviðmiðum
- Viðhalda og efla tengsl við núverandi og verðandi viðskiptavini
- Stuðningur við önnur svið fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði, orkutækni eða skyldum greinum
- Reynsla af stjórnunarstörfum
- Þekking á helstu þáttum iðnaðar
- Leiðtogahæfni og geta til að starfa í þverfaglegum teymum
- Reynsla af verkefnastjórnun, umbótaverkefnum og innleiðingu nýrra tæknilausna
- Framúrskarandi samskiptahæfni og reynsla af samstarfi við verktaka og viðskiptavini
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Utworzono ofertę pracy25. July 2025
Termin nadsyłania podań11. August 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Vesturvör 36, 200 Kópavogur
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis

Sérfræðingur í markaðseftirliti og eftirliti með raforkumarkaði
Umhverfis- og orkustofnun

Tæknistjóri / Meðstofnandi (CTO / Co-founder)
Fasteignafélagið

Specialist – Engineering & CSV Compliance
Alvotech hf

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Financial Controller / sérfræðingur í fjármálagreiningu
Baader Iceland

Sviðsstjóri innviðasviðs
Fjarskiptastofa

Sérfræðingur í skráningarmálum (Regulatory Affairs Specialist) - Ísafjörður
Kerecis

Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar

Verk- eða tæknifræðingur á fagsviði lagna- og loftæsikerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult ehf.

Machine Designer
Embla Medical | Össur