Skólakot
Skólakot

Stuðningsfulltrúi

Skólakot leitar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í hlutastarf/ og eða fullt starf.

Skólakot starfar eftir aðalnámskrá grunnskóla en stuðst er við fjölbreytta og einstaklingsmiðaða kennsluhætti. Kennslan er aðlöguð að þörfum og styrkleikum nemenda og kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og taka mið af áhugasviði hvers og eins. Gerð er einstaklingsnámskrá fyrir hvern og einn nemenda þar sem kennslumarkmið koma fram en einstaklingsnámskráin er aðlöguð færni og getu hvers nemenda en er þó í stöðugri þróun eftir því sem líður á. Í einstaklingsnámskrá er miðað við grunnþætti menntunar eins og kemur fram í aðalnámskrá grunnskólanna.

Til að nemendum líði sem best í skólanum að þá byggja kennsluhættir á uppbyggilegum aðferðum og jákvæðar leiðir eru nýttar til að bæta færni nemenda eins og til dæmis hrós, umbun og hvatning. Reynt er að hvetja til sjálfstæðis hjá nemendum og þeim leyft að hafa skoðanir á ákvörðunum varðandi námsefni, þemalotur og þau viðfangsefni sem þau taka sér fyrir hendur.

Markmið Skólakots er að vera heildstæður skóli sem býður upp á þjónustu fyrir nemendur allan ársins hring með sama starfsfólkinu til halds og trausts. Þetta er gert til að byggja upp öryggi hjá nemendum og raska sem minnst rútínu þeirra.

Eftir skóladaginn er farið yfir hvernig dagurinn gekk þar sem nemendur fá endurgjöf frá kennaranum sínum. Rætt er það jákvæða sem stóð upp úr og það sem hefði betur mátt fara. Mikilvægt er að meta árangur jafnt og þétt til að hægt sé að aðlaga kennsluna að getu og þörfum nemenda hverju sinni. Tekið er mið af markmiðum úr einstaklingsnámskrá nemenda og frammistaða metin út frá þeim.

Nemendur Skólakots eru með fjölþættan vanda, hann getur verið einhverfa, hegðunarvandi, ADHD o.fl.

Markmið Skólakots er að styrkja nemendur og gera þá tilbúna til að fara aftur í sinn heimaskóla hvort sem að það sé í sérúrræði eða í hefðbundna kennslustofu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita leiðsögn og stuðning.
  • Að vinna í teymi með öðrum fagaðilum.
  • Að sinna þeim verkefnum er varða kennslu og þjálfun.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla í vinnu með börnum með margþættan vanda.
  • Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. 
  • Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
  • Lipurð í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
  • Stundvísi.
Fríðindi í starfi
  • Betri vinnutími og frítt fæði á vinnutíma.
Utworzono ofertę pracy29. September 2024
Termin nadsyłania podań14. October 2024
Znajomość języków
islandzkiislandzkiKompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Ölduslóð 40, 220 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Bez kryminalnej przeszłościPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.UczeniePathCreated with Sketch.AmbicjaPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.OrganizacjaPathCreated with Sketch.Punktualność
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia