

Spennandi starf fyrir iðjuþjálfa - Geðheilsuteymi HH austur
Ertu metnaðarfullur iðjuþjálfi sem brennur fyrir bættri geðheilsu og velferð fólks? Geðheilsuteymi HH austur leitar að öflugum og samhentum liðsfélaga í 100% ótímabundið starf. Hér gefst tækifæri til að hafa áhrif á líf fólks með því að efla virkni, sjálfstæði og lífsgæði skjólstæðinga í nánu samstarfi við samheldið og þverfaglegt teymi.
Við leitum að einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í spennandi og krefjandi verkefnum og getur hafið störf 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Sem iðjuþjálfi hjá Geðheilsuteymi HH austur tekur þú þátt í þróunarstarfi sem felur í sér:
- Umsjón með ákveðnum fjölda skjólstæðinga og málastjórn
- Þétt samstarf við notendafulltrúa og aðra fagaðila
- Áherslu á að efla virkni, þátttöku, sjálfstæði og lífsgæði skjólstæðinga
- Vinnu samkvæmt batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta og styrkleikar notenda eru í fyrirrúmi
Teymið er staðsett að Stórhöfða 23 og í því starfar fjölbreyttur hópur fagfólks: hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, þroskaþjálfi, geðsjúkraliði, notendafulltrúi, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingar, iðjuþjálfi og skrifstofustjóri. Lögð er rík áhersla á jákvæðan starfsanda og faglegan stuðning.
Nánari upplýsingar má finna inni á (www.heilsugaeslan.is).
- Skipuleggur einstaklingsmiðaða iðjuþjálfun
- Sinna málastjórn, þ.e.hafa umsjón og yfirsýn yfir meðferð ákveðins notendahóps
- Samþætta meðferð og leita leiða til að bæta líðan skjólstæðinga
- Meta færni skjólstæðings við athafnir daglegs lífs
- Nýta iðjutengda nálgun til að efla færni í daglegu lífi
- Þétt samvinna við notendafulltrúa sem og aðra fagaðila í teyminu
- Sinna ráðgjöf og fræðslu til notenda og aðstandenda
- Viðtöl á starfstöð og/eða heimavitjunum ef þess þarf
- Námskeiðshald og önnur tilfallandi verkefni
- Samstarf við aðra fagaðila innan sem og utan stofnunar
- Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnarmiðuð nálgun í starfi
- Starfsleyfi frá Landlækni
- Að lágmarki 2 ára starfsreynsla af iðjuþjálfun
- Þekking og reynsla af störfum innan geðheilbrigðiskerfisins er æskileg
- Reynsla af þvegfaglegri teymisvinnu æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Frumkvæði í starfi og góðir skipulagshæfileikar
- Hæfni og geta til að starfa í þverfaglegu teymi
- Faglegur metnaður, framsýni og ábyrgð í starfi
- Reynsla af námskeiðshaldi og fræðslu er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur













