

Málastjóri - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að málastjóra við Geðheilsuteymi HH suður sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa að Bæjarlind 1-3. Um tímabundið starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september eða eftir nánara samkomulagi.
Við Geðheilsuteymi HH suður starfa reynslumiklir einstaklingar í þéttri og góðri samvinnu sem vinna að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Teymið er meðferðarteymi og unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Tækifæri til nýsköpunar og starfsþróunar eru innan teymis og góður starfsandi. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, geðlæknir, heimilislæknir, sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, félagsráðgjafar, íþróttafræðingur, ásamt skrifstofustjóra.
- Sinna málastjórn, þ.e. hafa umsjón og yfirsýn yfir meðferð og úrræði ákveðins notendahóps
- Vinna í þverfaglegu meðferðarteymi
- Setja fram meðferðaráætlun og sinna reglulegu endurmati
- Námskeiðahald
- Sinna ráðgjöf og fræðslu til þjónustuþega og aðstandenda
- Viðtöl á starfsstöð og/eða í heimavitjunum
- Skipulagning og þátttaka í fjölskyldufundum
- Samstarf við aðra fagaðila innan sem og utan stofnunar
- Háskólamenntun
- Starfsleyfi frá Landlækni, hjúkrunarfræði, félagsráðgjöf eða iðjuþjálfun
- Viðbótarnám eða sérnám er kostur
- Reynsla af vinnu með einstaklinga með geðraskanir æskileg
- Reynsla af teymisvinnu er æskileg
- Klínísk reynsla innan geðheilbrigðiskerfisins s.l. 3 ár æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni, framsýni og metnaður í starfi skilyrði
- Frumkvæði í starfi og góðir skipulagshæfileikar
- Hæfni og geta til að starfa í þverfaglegu teymi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Reynsla af fræðslu- og námskeiðahaldi æskileg
- Hæfni og áhugi á verkefnavinnu
- Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta skilyrði












