HandPicked Iceland
HandPicked Iceland
HandPicked Iceland

Skrifstofustjóri/-stýra – 50% starf

UM OKKUR:
Það er ekki meiningin að monta sig… en...

HandPicked Iceland er ekki eins og hver annar ferðavísir. Þetta er eini ferðavísirinn á Íslandi þar sem hver staður er handvalinn af „picky locals“ – fólki sem elskar það sem er sjálfbært, einstakt, vandað, sögulegt og sjarmerandi. Við fjöllum stolt um þessi fyrirtæki (veitingastaðir, verslanir, afþreying og menning) á okkar miðlum þannig að erlendir sem og íslenskir ferðalangar fái sem mest út úr ferðalagi sínu um landið. Svolítið eins og að eiga góðan vin sem þú treystir fyrir góðum ábendingum.

HandPicked Iceland samanstendur af prentuð kort, appi, vefsíðu og forlátum húsbíl (árgerð 1977) sem flakkar um landið á sumrin – þ.e. ef hann treystir sér!

Við erum með fyrirtækin, miðlana og ferðamennina – en okkur vantar þig!

Við höfum verið að stækka síðustu ár og munum halda áfram á þeirri vegferð. Við erum að uppfæra útlitið og undirbúa uppbyggingu HandPicked-vörumerkisins erlendis og þurfum að stækka teymið. Fyrsta skrefið er að ráða skipulagða manneskju sem getur sinnt fjölmörgum verkefnum á skrifstofunni; manneskju sem getur haldið ólíkum boltum á lofti og er óhrædd við að nýta sér tæknina og taka upp símann.

Okkur sýnist, eftir smá vettvangskönnun, að meðallaun fyrir 50% starf sem á VR-vefnum er kallað „umsjón með skrifstofu“ séu um 400.000 kr. Fyrir réttu manneskjuna í starfið bjóðum við 450.000 kr. í byrjunarlaun fyrir 50% starf. Starfið hefur möguleika á meiri vinnu og tekjur fyrir réttan aðila í nánustu framtíð.

Af hverju er frábært að vinna hjá HandPicked?

  1. Við erum með fallegasta útsýnið í Reykjavík – horfum yfir Elliðavatn og skógivaxna Heiðmörk, engin hljóðmengun!
  2. Við erum í sögufrægu húsi þar sem Einar Ben ólst upp. Nú er þar Skógrækt Reykjavíkur og HandPicked Iceland.
  3. Hundar eru velkomnir á skrifstofuna (ef vel upp aldir ;-))
  4. Við erum með fallegustu og lengstu göngu- og hlaupabraut í bakgarðinum – óþarfi að borga í ræktina.
  5. Þú getur unnið heima í kósígallanum inn á milli.
  6. Og allt þetta hefðbundna: frídagar, lífeyrir, föst laun o.þ.h.

PLÚS: Það lætur manni jú líða vel að hjálpa litlum, einstökum fyrirtækjum og leitandi ferðalöngum að ná saman!

Er þetta eitt BESTA starf í heimi?!
Veit það ekki… hvað finnst þér? :-)

Hér eru nokkrar góðar ástæður:

Við erum ekki fædd í gær. Við erum búin að handvelja frábærar upplifanir í rúm 15 ár. Síðustu ár höfum við verið að vaxa og bæta þjónustuna og nú er kominn tími til að byggja upp teymið og halda áfram á þessari skemmtilegu vegferð.

Ertu típan sem vill taka þátt og vinna hjá fyrirtæki þar sem þróun, vöxtur og fagleg vinnubrögð eru markmiðið? Ertu góð/ur í mannlegum samskiptum og með gott skipulag í genunum? Fílar þú að ganga inn í verkefni sem hafa verið kortlögð og skilgreind en ert líka til í að bæta ferlin og þróa þau áfram?

Viltu vinna með þjónustu, upplifun og vöru sem er ekki bara falleg heldur stuðlar að aukinni sjálfbærni fyrir nærsamfélagið (ekki erlendar keðjur)?

Kanntu að meta jafnvægi í lífinu og hafa sveigjanlegan vinnutíma? Eða sjá möguleika á að vaxa í starfi um leið og HandPicked færir út kvíarnar?

Hin fullkomna manneskja í starfið þarf að tikka í eftirfarandi box:

• Þú ert manneskja sem elskar fólk (og að tala við það).
• Þú hefur sjálfstraust í síma.
• Þú talar og skrifar góða íslensku.
• Þú hefur gert eitthvað svipað áður (og elskaðir það).
• Þú ert metnaðarfull/ur, sjálfstæð/ur og með drifkraft.
• Þú ert áreiðanleg/ur, dugleg/ur og með fallegt hjarta!
• Þú ert EKKI með tæknifóbíu og ert alltaf til í að prófa og læra nýja hluti.
• Þú last þessa starfslýsingu og hugsaðir: „OMG, þetta starf er fyrir mig!“

Dæmigerð verkefni gætu litið svona út:

• Halda HP-viðskiptavinum okkar ánægðum með því að eiga góð samskipti í gegnum síma, sniglapóst, e-mail og aðra miðla.
• Halda utan um viðskiptamannakerfið (CRM) og viðskiptavini í Trello.
• Hringja og bjóða fyrirtækjum fundi sem við viljum hafa á HP (Google Meet).
• Bera ábyrgð á og uppfæra reglulega tölur sem tengjast rekstrinum (Google Sheets).
• Boða og taka þátt í vikulegum stöðufundum.
• Taka þátt í umbótum og uppfæra ferla.
• Búa til og halda utan um ánægjukannanir í SurveyMonkey.
• Gera reikninga fyrir nýja viðskiptavini í Reglu, bókhaldskerfi.
• Nota og þróa enn frekar notkun AI-tóla innan fyrirtækisins.
• Halda utan um dreifingu á prentuðum kortum.
• Senda út stöðluð HP-fréttabréf með Mailchimp.
• Setja inn og laga efni á vefnum í WordPress.
• Aðstoða yfir-handveljara við að finna og meta staði sem passa inn í HP (Green – Local – Authentic).

Enginn dagur er eins – þú munt stýra og bera ábyrgð á þínum verkefnum og tíma.

Praktísku málin:
Við vinnum á skrifstofunni, sem er staðsett í Elliðavatnsbænum í Heiðmörk (þar sem jólamarkaðuinn er). Skrifstofan er falleg, með útsýni yfir Elliðavatn og skógivaxna Heiðmörk. Það tekur um 15 mínútur að keyra á skrifstofuna frá Ártúnsbrekkunni. Það fer engin strætó alla leið.

Við borgum fyrir 50% vinnuhlutfall og er það samningsatriði ef farið er yfir það. Það er ekki unnið á skrifstofunni á föstudögum – en hvenær þú vinnur 50% vinnuna þar fyrir utan er einnig samningsatriði.

Við erum að leita að starfskrafti sem er til í að koma ferskur inn eftir áramót, eða sem fyrst.

Næstu skref:
Ef þú ert tilbúin(n) að taka þátt í einhverju sem er skemmtilegt, gefandi og krefjandi – sóttu þá um núna!

Utworzono ofertę pracy19. December 2025
Termin nadsyłania podań11. January 2026
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.RzetelnośćPathCreated with Sketch.ProfesjonalnośćPathCreated with Sketch.Szybko się uczęPathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Projektowanie procesówPathCreated with Sketch.Wdrażanie procesówPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.MailchimpPathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.Prawo jazdyPathCreated with Sketch.RegułaPathCreated with Sketch.FakturowaniePathCreated with Sketch.Komunikacja telefonicznaPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.WordPress
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe