
Ásahreppur
Ásahreppur er vestast í Rangárvallasýslu. Áshreppingar hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og öðrum þjónustugreinum.
Náttúran er mjög fjölbreytt, mýrlent á köflum en ásar og holt á milli þar sem bændabýlin standa 3 - 5 í þyrpingum eða hverfum, sem einkenna byggðamynstur sveitarfélagsins. Stærsta varpland grágæsar á Íslandi er við Frakkavatn.
Íbúar Ásahrepps eru um 300.

SKRIFSTOFUSTJÓRI
Ásahreppur leita að aðila í nýtt starf skrifstofustjóra.
Skrifstofustjóri hefur það hlutverk að stjórna daglegum rekstri skrifstofunnar og tryggja að þjónusta sveitarfélagsins sé árangursrík og samkvæmt stefnumörkun sveitarfélagsins.
Starfshlutfall er allt að 100% og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Skrifstofa Ásahrepps er að Laugalandi í Holtum og möguleiki er á fjarvinnu að hluta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórn og rekstur skrifstofu sveitarfélagsins
- Fjármál og reikningshald, s.s. fjárhagsáætlanagerð, kostnaðargreining, útgáfa reikninga, innheimta og álagning fasteigagjalda
- Samstarf við sveitarstjórn, deildir og utanaðkomandi aðila s.s. byggðasamlög
- Umsjón með skjalavörslu og málaskrá
- Undirbúningur funda, ritun fundargerða sveitarstjórnar, afgreiðsla og svörun erinda
- Þróun og innleiðing ferla til að bæta þjónustu við íbúa
- Önnur verkefni í samráði við sveitarstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. stjórnun eða viðskiptafræði, og/eða eða haldbær reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Þekking á fjámálum sveitarfélaga er kostur
- Leiðtogahæfni og framúrskarandi færni til samstarfs og samskipta
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík skipulagshæfni
- Mjög góð almenn tölvukunnátta á helstu kerfi og tæknilæsi
- Reynsla af One System og DK kostur
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti
- Einlægur áhugi á þjónustu við íbúa sveitarfélagsins
Utworzono ofertę pracy15. December 2025
Termin nadsyłania podań15. January 2026
Znajomość języków
islandzkiWymagane
Lokalizacja
Laugalandsskóli 165105, 851 Hella
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (7)

Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær

Sviðsstjóri stjórnsýslu
Múlaþing

Fjármálastjóri
Linde Gas

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið

Embætti ríkislögreglustjóra laust til umsóknar
Dómsmálaráðuneytið

Fjármála- og rekstrarstjóri
Embætti forseta Íslands

Gæða- og öryggisstjóri
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir