

Skemmtileg hlutastörf í boði í Breiðholti
Frístundamiðstöðin Miðberg óskar eftir starfsfólki í frístundaheimilin veturinn 2025-2026
Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar. Á frístundaheimilunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur og eru þeir lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks.
Frístundamiðstöðin Miðberg er með laus störf á eftirfarandi frístundaheimilum: Álfheimum við Hólabrekkuskóla, Bakkseli við Breiðholtsskóla, Hraunheimum Hraunbergi 12, Regnboganum Hólmaseli 4-6, Vinaheimum við Ölduselsskóla og Vinaseli Kleifarseli 18.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Í boði eru hlutastörf, 30% -50%, með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
- Leiðbeina börnum í leik og starfi.
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
- Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla og aðra sem koma að frístundaheimilinu.
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Áhugi á að vinna með börnum.
- Frumkvæði og sjálfstæði.
- Færni í samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta (B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum).
Í boði eru hlutastörf, 20%-50%, eftir hádegi virka daga.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 22.ágúst.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.













