
Vatnsendaskóli
Í Vatnsendaskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Áhersla er lögð á umhverfis-, rannsóknar- og vettvangsnám. Gildi skólanámskrár byggjast á virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi skólastarfi. Sérstök áhersla er lögð á náttúrufræði og raungreinar og útikennsla er ríkur þáttur í skólastarfinu þar sem skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn.
Í Vatnsendaskóla er litið á hvern árgang sem eina heild. Kennarar árgangsins bera sameiginlega ábyrgð á nemendum og vinna saman að því að skipuleggja nám nemenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að sveigjanleika og býður upp á möguleika að breyta hópum í samræmi við viðfangsefni og aukna samkennslu þar sem það á við. Þannig nýtist styrkur og hæfni starfsfólks nemendum.

Vatnsendaskóli óskar eftir umsjónarkennara
Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á á yngsta stig skólaárið 2025-2026. Unnið er í teymum kennara sem sjá sameiginlega um ábyrgð á árgangi.
Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með um 560 nemendur og rúmlega 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á teymiskennslu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjónarkennsla á yngsta stigi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennsluréttindi.
- Faglegur metnaður og frumkvæði.
- Góð færni í að starfa í teymi.
- Þolinmæði og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Þekking á kennslu með notkun rafrænna miðla æskileg.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- Góð íslenskukunnátta.
Utworzono ofertę pracy10. July 2025
Termin nadsyłania podań5. August 2025
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Umsjónaraðili félagsmiðstöðvarinnar Ztart
Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Grunnskólakennari - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð

Sérkennari óskast
Helgafellsskóli

Fræðslu- og lýðheilsusvið: Ráðgjafi í skólaþjónustu
Akureyri

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Frístundaleiðbeinandi/frístundaráðgjafi
Mosfellsbær

Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir kennara í textílmennt
Garðabær

Leikskólakennari við Kærabæ, Fáskrúðsfjörður
Fjarðabyggð