

Síminn leitar að gagnaforritara (e. Data Engineer)
Síminn leitar að metnaðarfullum og lausnarmiðuðum gagnaforritara (e. Data Engineer) til að bætast í öflugt gagnateymi Tækniþróunarsviðs.
Sem gagnaforritari verður þú í lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun gagnainnviða Símans - frá gagnaöflun og umbreytingu til mótunar gagnavöruhúss og sjálfvirkni í ferlum.
Hlutverkið snýr að því að tryggja að gögn séu áreiðanleg, vel skipulögð og aðgengileg fyrir greiningu, þjónustu og ákvörðunartöku.
Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á bæði tækni og gögnum, hugsar í ferlum og leitar stöðugt leiða til að bæta flæði, skilvirkni og nýtingu gagna í fyrirtækinu.
Ef þú hefur gaman af að vinna með stór gagnasöfn, vilt byggja og viðhalda traustum gagnainnviðum og hefur áhuga á nýjustu gagnatækni og sjálfvirknivæðingu ferla, þá erum við að leita að þér.
- Hanna, þróa og viðhalda gagnapípum og gagnainnviðum fyrirtækisins
- Samþætta gögn úr mismunandi kerfum í gagnavöruhús og greiningarumhverfi
- Tryggja gæði, rekjanleika og öryggi gagna í samvinnu við gagnastjóra og gagnavörð
- Sjálfvirknivæða gagnastreymi og skýrslugerð til að tryggja skilvirkni og áreiðanleika (t.d. CI/CD)
- Vinna með gagnagreinendum og gagnavísindamönnum að gagnasettum fyrir greiningu og AI
- Greina og leysa tæknileg vandamál sem tengjast gagnainnviðum
- Stöðugar umbætur á afköstum og áreiðanleika gagnalausna
- Skil á tæknilegri skjölun og stuðningur við innleiðingu nýrrar tækni
- Önnur tilfallandi verkefni
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum, eða sambærileg reynsla
- Reynsla af gagnainnviðum í skýi – t.d. Azure Data Factory, Databricks, Fabric eða AWS Glue
- Þekking á SQL, Python eða öðrum tungumálum notuðum í gagnaflutning og umbreytingu
- Reynsla af ETL/ELT-verkfærum og hugmyndafræði DataOps
- Þekking á gagnalíkönum, gagnavöruhúsum og rekjanleika gagna (data lineage)
- Skilningur á öryggi gagna, aðgangsstýringu og GDPR er kostur
- Reynsla af sjálfvirknivæðingu og CI/CD flæðum er kostur
- Sjálfstæði, nákvæmni og skipulagshæfni
- Góð samskiptafærni
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Góð tæknileg greiningarhæfni og vilji til að læra nýtt
- Hæfileiki til að vinna í teymi og miðla flóknum tæknilegum hugmyndum á mannamáli
- Færni í að forgangsraða, standa við tímalínur og sýna ábyrgð í verkefnum
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Síðan 1906 hefur Síminn tengt heimili og fyrirtæki á Íslandi við umheiminn. Við leggjum áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu byggða á fyrsta flokks tækni. Við byggjum á sterkri liðsheild og kunnum að meta jákvætt, árangursdrifið og lausnamiðað hugarfar. Síminn vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk og lögð er mikil áhersla á vellíðan, hvetjandi umhverfi, tækifæri til vaxtar, jafnrétti og fjölbreytileika.
Sótt er um starfið á vef Símans. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2025.
Nánari upplýsingar veitir [email protected]
Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um.
islandzki
Angielski









