
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Símans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Ert þú öflugur markaðssérfræðingur?
Við leitum að metnaðarfullum og reynslumiklum markaðssérfræðingi til að ganga til liðs við öflugt markaðsteymi Símans. Þetta er frábært tækifæri fyrir einstakling með sterka innsýn í gerð markaðsáætlana í takt við markaðsstefnu, greiningarhæfni og skilning á samspili markaðs og sölu til að hafa raunveruleg áhrif á árangur fyrirtækisins.
Hjá Símanum færðu tækifæri til að taka þátt í spennandi verkefnum þar sem nýsköpun, þjónusta og árangur eru í fyrirrúmi. Við bjóðum upp á kraftmikið starfsumhverfi, gott andrúmsloft og tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á markaðsstarf félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og framkvæmd markaðsáætlana í samræmi við markaðsstefnu Símans
- Greining markaðsgagna og nýting gagna til að hámarka árangur herferða
- Samstarf við söluteymi og aðrar deildir til að tryggja samræmda nálgun í markaðs- og sölumálum
- Eftirfylgni og árangursmat á markaðsaðgerðum
- Þátttaka í mótun vörumerkisins og framsetningu þess á öllum snertiflötum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í markaðsfræði, viðskiptafræði eða tengdu fagi er nauðsynleg
- Umtalsverð reynsla af markaðsstarfi, helst bæði í stefnumótun og framkvæmd
- Reynsla af greiningu markaðsgagna og notkun gagna í markaðsstarfi
- Góður skilningur á samspili markaðs- og sölumála
- Góð hæfni í að skipuleggja, forgangsraða og vinna markvisst að sameiginlegum markmiðum
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Utworzono ofertę pracy3. November 2025
Termin nadsyłania podań16. November 2025
Znajomość języków
islandzkiWymagane
Lokalizacja
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
AnalitykaAnaliza rynkówMarketingBadanie rynkuSamodzielność w pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (1)
