Skatturinn
Skatturinn

Sérfræðistörf á Álagningarsviði

Skatturinn er framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skatturinn leitar að góðum liðsfélögum til starfa á Álagningarsviði með starfsstöð í Katrínartúni 6, Reykjavík.

Til umsóknar eru laus störf í lögaðiladeild, einstaklingsdeild og virðisaukaskattsdeild, en í þessum deildum fer fram álagning tekjuskatts, virðisaukaskatts, og annarra opinberra gjalda einstaklinga og lögaðila.  Álagningu gjaldanna tengjast önnur fjölbreytt verkefni s.s. skráning, þjónusta, eftirlit og afgreiðsla erinda og kæra.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun á sviði lögfræði, viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum

• Þekking á reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd er æskileg

• Fáguð framkoma og góð samskiptafærni

• Jákvæðni og rík þjónustulund

• Skipulögð, nákvæm, vandvirk og sjálfstæð vinnubrögð

• Frumkvæði og metnaður

• Geta til að vinna undir álagi og í teymi

• Góð hæfni til að miða upplýsingum í minni og stærri hópa

• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli

• Góð almenn tölvukunnátta

• Vilji til að læra og tileinka sér nýja þekkingu

• Hreint sakavottorð

Fríðindi í starfi

·         36 klukkustunda vinnuvika

·         Sveigjanlegur vinnutími og stuðningur til að vaxa í starfi

·         Frábært mötuneyti og líkamsræktaraðstöð

·         Samgöngustyrkur

Utworzono ofertę pracy10. April 2025
Termin nadsyłania podań30. April 2025
Znajomość języków
Brak wymagań językowych
Lokalizacja
Katrínartún 6
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.UczciwośćPathCreated with Sketch.Bez kryminalnej przeszłościPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.AmbicjaPathCreated with Sketch.Administracja publicznaPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.Praca zespołowaPathCreated with Sketch.Nastawienie do klienta
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia