Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Mannauðsstjóri

Reykjanesbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu mannauðsstjóra Reykjanesbæjar. Leitað er að reynslumiklum aðila sem býr yfir framúrskarandi samskiptafærni, en um er að ræða lykilhlutverk í mótun og framkvæmd mannauðsstefnu sveitarfélagsins. Mannauðsstjóri leiðir þróun og framkvæmd mannauðsmála og veitir stjórnendum og starfsfólki Reykjanesbæjar stuðning. Starfið heyrir undir fjármála- og stjórnsýslusvið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni mannauðs-, fræðslu- og jafnlaunastefnu
  • Ábyrgð á stefnu, forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldi
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðs- og kjaramálum
  • Vinnuvernd, heilsa og öryggi starfsfólks
  • Ábyrgð á ráðningarferli og nýliðaþjálfun í samstarfi við stjórnendur
  • Ábyrgð og umsjón með fræðslumálum sveitarfélagsins
  • Umsjón og eftirfylgni með framkvæmd vinnustaðagreininga
  • Önnur verkefni í tengslum við mannauðsmál sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í mannauðsmálum eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfinu
  • Starfsreynsla á sviði mannauðsmála er skilyrði
  • Reynsla eða menntun í opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Leiðtogafærni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
  • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta er skilyrði, þekking á Kjarna launakerfinu er kostur
  • Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
Utworzono ofertę pracy30. January 2026
Termin nadsyłania podań16. February 2026
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe