Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Mannauðs- og launafulltrúi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að drífandi og metnaðarfullum mannauðs- og launafulltrúa sem vill láta til sín taka og hafa raunveruleg áhrif. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf fyrir einstakling með reynslu og áhuga á mannauðs- og launamálum, sem nýtur þess að vinna í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.

Í starfinu fær viðkomandi tækifæri til að veita faglega ráðgjöf, sinna launavinnslu og launagreiningum, móta og þróa mannauðsmál og stuðla að umbótum þvert á stofnunina, samhliða því að sinna mannauðsmálum eininga HSU í Vestmannaeyjum.

Starfsstöð er í Vestmannaeyjum, en viðkomandi verður hluti af öflugu launa- og mannauðsteymi HSU sem er með starfsstöðvar á Selfossi og í Rangárþingi.

Unnið er í nánu samstarfi þvert á starfseiningar, með það sameiginlega markmið að styðja við starfsfólk og stjórnendur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn launavinnsla og yfirferð í vinnustund 
  • Upplýsingagjöf til starfsfólks um laun, mannauðs- og kjaramál  
  • Ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks 
  • Starfsmannasamtöl, endurgjöf og fræðsla 
  • Þátttaka í stafrænum umbreytingum og verkferlum á launa- og mannauðssviði 
  • Þátttaka í stefnumótun í mannauðsmálum  
  • Þátttaka í úttektum og framsetningu tölulegra gagna um mannauð 
  • Ýmis önnur verkefni sem styðja við velferð starfsfólks 
  • Önnur verkefni falin af framkvæmdarstjóra mannauðs 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði 
  • Framhaldsmenntun og/eða starfsreynsla á sviði mannauðsmála er skilyrði 
  • Þekking á Orra mannauðskerfi ríkisins er kostur 
  • Þekking á kjarasamningum ríkisins er kostur 
  • Þekking á PowerBI er kostur 
  • Þekking á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu æskileg 
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt hugarfar 
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð 
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði ásamt góðri enskukunnáttu 
  • Hreint sakavottorð og gott orðspor 
Utworzono ofertę pracy29. January 2026
Termin nadsyłania podań10. February 2026
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Sólhlíð 10, 900 Vestmannaeyjar
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe