
Spennandi störf við skatteftirlit
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingum með brennandi áhuga á skattamálum til að ganga til liðs við eftirlits- og rannsóknasvið í höfuðstöðvum Skattsins í Katrínartúni í Reykjavík. Skatturinn er framsækinn vinnustaður sem gegnir lykilhlutverki við tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og vernd við samfélagið. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.
Starfið felur í sér tækifæri til sérhæfingar í áhugaverðum málaflokkum með samstarfi við aðra reynda sérfræðinga í þverfaglegu starfsumhverfi.
Helstu verkefni eru endurskoðun skattskila einstaklinga og lögaðila eftir álagningu, þar sem til skoðunar eru möguleg skattundanskot. Í starfinu felst yfirferð og úrvinnsla gagna og upplýsinga, auk endurálagningar opinberra gjalda í kjölfar skriflegrar málsmeðferðar.
- Háskólamenntun á sviði lögfræði, viðskiptafræði eða hagfræði (að lágmarki bakkalár gráða, meistaragráða er æskileg)
- Þekking á reikningsskilum, almennri skattframkvæmd og/eða málsmeðferðarreglum er æskileg
- Góð greiningarhæfni og færni í miðlun upplýsinga
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu mál.
- Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
- Hreint sakavottorð
islandzki
Angielski










