
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru í Íshellu,þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða.
Að jafnaði starfa um 100 hjá Héðni. Meðal starfsgreina má nefna stálsmiði, rennismiði, tæknifræðinga, vélstjóra, vélvirkja, verkfræðinga, stjórnendur, skrifstofufólk og matreiðslumenn.

Öflugir málmiðnaðarmenn óskast á Grundartanga
Héðinn hf. leitar að vönum málmiðnaðarmönnum til starfa á þjónustuverkstæði sitt á Grundartanga.
Verkefnin snúast um viðhald, nýsmíði og uppsetningu á búnaði fyrir stóriðju – þar sem reynsla, nákvæmni og útsjónarsemi skipta öllu máli.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald og þjónusta á vélbúnaði
- Nýsmíði úr stáli
- Uppsetning og samsetning búnaðar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Fagleg vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Vinna í faglegu og traustu starfsumhverfi
- Akstur til og frá Akranesi í boði
- Heitur matur í hádeginu
- Góð vinnuaðstaða
Utworzono ofertę pracy16. April 2025
Termin nadsyłania podań30. April 2025
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Grundartangi álver 133197, 301 Akranes
Rodzaj pracy
Kompetencje
SpawanieBudownictwo staloweMechanika
Zawody
Oznaczenia
Podobne oferty pracy (12)

Yfirverkstjóri í vélsmiðju
Ístak hf

Steypubílstjóri
Steypustöðin

Veitufyrirtæki Hrunamannahrepps auglýsa eftir starfsmanni
Hrunamannahreppur

Vörubílstjóri hjá Íslyft í Kópavogi
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Verkstjóri á verkstæði Íslyft í Kópavogi
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Áreiðanlegan starfsmann vantar í vaktavinnu
Orkugerdin ehf

Bifvélavirki á vörubílaverkstæði
Klettur - sala og þjónusta ehf

Experienced Car mechanic
No 22 ehf.

Starfsmenn í malbiksútlagningu
Malbikunarstöðin Höfði hf

Tækjastjórnandi
Malbikunarstöðin Höfði hf

Liðsfélagi í suðu
Marel

Vélfræðingur/vélvirki á vélaverkstæði Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar