
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Lögfræðingur
Hefurðu lög að mæla?
Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum lögfræðingi til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar í lögfræðideild. Starfið er fjölbreytt og felur í sér lögfræðiráðgjöf og fræðslu, auk virkrar þátttöku í þróun og stuðningi við rekstur fyrirtækisins.
Helstu verkefni
- lögfræðileg ráðgjöf og þjónusta innan fyrirtækisins sem og við dótturfélög
- álitsgerðir og umsagnir
- samningagerð og yfirferð samninga
- gerð og yfirferð útboðsgagna og verksamninga
- gerð greinagerða og kröfugerða
- önnur þau verkefni sem falla undir deild lögfræðimála
Hæfni:
- háskólapróf í lögfræði (Cand. jur. eða meistaragráða)
- kunnátta í Evrópurétti og samkeppnisrétti er kostur
- reynsla á sviði umhverfis-, auðlinda- og orkumála
- reynsla af samningagerð og lögfræðilegri eftirfylgni vegna verklegra framkvæmda, útboða og meðferð ágreiningsmála
- þekking á innleiðingu regluverks
- lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
- frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- lögmannsréttindi eru kostur
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.
Utworzono ofertę pracy27. June 2025
Termin nadsyłania podań7. July 2025
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
InicjatywaInterakcje międzyludzkieNegocjacjeSamodzielność w pracy
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (2)