Marel
Marel
Marel

Liðsfélagi í samsetningu búnaðar

JBT Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við samsetningu búnaðar í framleiðslu sem vill taka þátt í að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin.

Lögð er áhersla á teymisvinnu og þátttöku í umbótastarfi. Unnið er í sjálfstæðum teymum sem samanstanda af 10-20 einstaklingum á öllum aldri og kynjum og bera þau sameiginlega ábyrgð á að ljúka framleiðslu hverrar vöru. Allt nýtt starfsfólk fær þjálfun í upphafi starfstíma. Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi, fjölbreytt og skemmtileg verkefni, fjölskylduvænan vinnutíma, frábært mötuneyti með heitum mat í hádeginu og aðstöðu til líkamsræktar.

Framleiðsla JBT Marel í Garðabæ sérhæfir sig í stuðningi við vöruþróun og framleiðslu á sérhönnuðum verkefnum fyrir okkar viðskiptavini.

Starfið felur í sér:

  • Samsetningu tækja og búnaðar
  • Stillingar og prófanir ásamt frágang fyrir flutning

Hæfniskröfur:

  • Reynsla og/eða menntun úr iðngreinum er kostur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Tölvuþekking og áhugi á tækniþróun
  • Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
  • Samviskusemi, metnaður og góð öryggisvitund
  • Jákvæðni, lífsgleði og lausnamiðuð hugsun
  • Áhugi á umbótastarfi

Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið.


Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2025. Sótt er um starfið á heimasíðu JBT Marel, www.marel.com.

Utworzono ofertę pracy30. October 2025
Termin nadsyłania podań17. November 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Austurhraun 9, 210 Garðabær
Rodzaj pracy
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe