
Björgun-Sement
Árið 2025 sameinuðust Björgun og Sementsverksmiðjan undir einu nafni: Björgun-Sement, en rætur fyrirtækjanna ná aftur til ársins 1952.
Björgun-Sement framleiðir hágæða steinefni úr námum á sjó og landi og flytur inn sement fyrir íslenskan byggingariðnað. Fyrirtækið sinnir einnig hafnardýpkunum og dælingu á sjávarefnum ásamt því að starfrækja námuvinnslu.
Starfsemin felur í sér:
• Framleiðslu, öflun og afhendingu hágæða steinefna úr námum.
• Innflutning og dreifingu á sementi frá Heidelberg Materials í Noregi.
• Dýpkunarframkvæmdir og efnistöku úr sjó með sérútbúnum dæluskipum.
• Námuvinnslu og afhendingu steinefna fyrir mannvirkjagerð um allt land.
• Hafnarþjónustu með margvíslegri lestun og losun hráefna.
Björgun-Sement byggir starfsemina á hringrásarhugsun, ábyrgri auðlindanýtingu og ströngum gæðaviðmiðum. Steinefni fyrir steinsteypu og malbik eru CE-vottuð og bæði sement og stór hluti steinefna eru með með vottaðar umhverfisyfirlýsingar (EPD). Þá hefur sementsbirgirinn Heidelberg Materials byggt kolefnisföngunarstöð sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 400.000 tonn CO₂ á ári sem gerir að verkum að sementið fæst með mun minna kolefnisspori en áður.
Innflutningur sements, sem fer í gegnum starfsstöðina á Akranesi, hefur haft vottað gæðastjórnunarkerfi ISO 9001 frá árinu 1998 ásamt því að vera með vottað heilsu- og öryggiskerfi ISO 45001 og umhverfisvottun ISO 14001. Aðrar einingar fyrirtækisins starfa án formlegrar ISO-vottunar en með sama metnað að leiðarljósi.
Með ströngum gæðaviðmiðum, vottuðum umhverfisyfirlýsingum, lágmörkun kolefnisspors og vottuðu stjórnkerfi tryggir Björgun-Sement áreiðanleg steinefni og sement fyrir sjálfbærari mannvirki framtíðarinnar.
Björgun-Sement hefur verið dótturfélag Eignarhaldsfélagsins Hornsteins frá árinu 2010 en jafnframt starfrækir Hornsteinn fyrirtækið BM Vallá. Um 200 starfsmenn vinna að verkefnum fyrirtækisins víða um land, þar sem markmiðið er að gera íslenska mannvirkjagerð vistvænni.

Tækjastjórnandi á hjólaskóflu
Björgun-Sement óskar eftir að ráða drífandi og ábyrgan tækjastjórnanda á hjólaskóflu. Starfið felst í stjórnun hjólaskóflu við vinnslu steinefna á starfsstöð fyrirtækisins í Álfsnesvík.
Um er að ræða fullt starf til framtíðar með skilgreindan vinnutíma frá kl. 7:30-17:00 alla virka daga.
Æskilegt að viðkomandi hefji störf sem allra fyrst. Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og er umsóknarfrestur til og með 9. nóvember 2025.
---
Hjá Björgun-Sement starfar samheldinn hópur þar sem öryggi, fagmennska og góð vinnuaðstaða eru í fyrirrúmi. Í Álfsnesvík eru framleidd hágæða steinefni fyrir metnaðarfulla viðskiptavini og mikil áhersla er lögð á áreiðanleika, gæði og góða þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og daglegur rekstur hjólaskóflu
- Vinnsla og meðhöndlun steinefna
- Önnur tilfallandi verkefni á vinnusvæðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vinnuvélaréttindi (F)
- Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Áhugi á vélum og tækjum er kostur
Utworzono ofertę pracy27. October 2025
Termin nadsyłania podań9. November 2025
Znajomość języków
AngielskiWymagane
islandzkiOpcjonalnie
Lokalizacja
Víðinesvegur 22 | Álfsnesvík
Rodzaj pracy
Kompetencje
RzetelnośćUczciwośćInterakcje międzyludzkieSamodzielność w pracy
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Leitum að verkstjóra / smíðavinna
Probygg ehf.

Sushi starfsmaður
Álfasaga ehf

Liðsfélagi í hóp rafvirkja
Marel

Skrifstofustarf - Skipulag og gagnafærsla - Hlustastarf
Next Level Smíði ehf.

Starfsmaður í framleiðslu óskast
Málmsteypan

Arnarskóli óskar eftir umsjónarmanni fasteignar í 50% starf
Arnarskóli

Vélaeftirlitsmaður Fjölskyldu- og húsdýragarðs / Útilífsborgar
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Vélvirkja vantar hjá Lambhaga Reykjavík
Lambhagi ehf.

Vélavanur starfsmaður í viðhald
Lýsi

Leitum að smiðum í fjölbreytt verkefni
Atlas Verktakar ehf

Bílstjóri með meirapróf óskast
Dreki ehf

Field Service Specialist
Marel