

Leikskólinn Reykjakot óskar eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda
Í nálægð við náttúruna
- Staðsetning skólans mótar starf okkar: skógar, Varmá og fellin í nágrenni.
- Við nýtum útiveru og græn svæði til að efla heilsu og vellíðan.
- Náttúran er vettvangur verkefna, upplifana og listsköpunar.
- Börn læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og finna innblástur í henni
Leikurinn – meginnámsleið barna
- Sjálfsprottinn leikur barna er í hávegum hafður.
- Leikurinn er námsleið ungra barna þar sem bæði gaman og alvara mætast.
- Börn semja reglur, ákveða upphaf, framvindu og lok leiksins.
- Leikurinn stuðlar að:
- félagslegum tengslum og samvinnu,
- skapandi hugsun og lausnaleit,
- fjölbreyttri notkun tungumáls,
- hreyfingu, samskiptum og tilfinningatengslum.
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Meginmarkmiðið er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan barna og starfsfólks. Hreyfingin sem felst í að vera í náttúrunni sem og listsköpunin sjálf hefur jákvæð áhrif á líkamlega og ekki síður andlega líðan barna og starfsfólks.
- Nám og leikur
- Umhyggja og velferð
- Teymisvinna
- Samvinna
- Útivist
Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af skólastarfi eða öðru starfi með börnum æskileg.
Góð færni í samvinnu og samskiptum.
Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
Áhugi á starfi með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf.
Góð íslenskukunnátta
islandzki










