

Leiðtogi viðhalds / Maintenance Supervisor
Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum einstaklingi í starf leiðtoga viðhaldsteymis. Leiðtogi hefur mannaforráð og ber ábyrgð á því að skipulagt viðhald fari fram samkvæmt áætlun og með öruggum hætti. Starfið felur í sér verkundirbúning, framkvæmd vikulegs viðhaldsplans og eftirfylgni.
Markmið og tilgangur starfs
Að byggja upp og leiða áhugasamt og hæft iðnaðarmannateymi til að framkvæma fyrirbyggjandi viðhald tímalega og á öruggan hátt. Vinna með skipuleggjanda að undirbúningi verka, stýring á framkvæmd vikuplans og eftirfylgni. Stuðla að starfsánægju teymis.
Verksvið eða meginverkefni starfsins
· Dagleg mannauðsmál teymis, ráðningar, þjálfun og endurgjöf.
· Dagleg framkvæmd og eftirfylgni viðhaldsverkefna.
· Faglegur og tæknilegur stuðningur við iðnaðarmenn.
· Rekstur verkstæðis.
Ábyrgð í starfi
Viðhaldsleiðtogi starfar í umboði framkvæmdarstjóra áreiðanleikateymis. Meginábyrgð leiðtoga er mannauður og framkvæmd vikulegs viðhaldsplans.
Leiðtogi ber ábyrgð verkstjóra skv. lögum nr. 46/1980, Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Menntun og/eða réttindi sem krafist er
Iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun.
Reynsla sem krafist er
Starfsreynsla á vinnumarkaði, a.m.k. 5 ár. Starfsreynsla í framleiðslufyrirtæki er kostur. Stjórnunarreynsla er kostur.
Hæfni sem krafist er
· Hæfni/geta til að skilja framleiðsluferli, sem og tengd stoð- og stjórnunarferli, mælikvarða og staðla.
· Hæfni til að hvetja fólk, setja skýr markmið og fylgja þeim eftir
· Mikil hæfni í samskiptum við fólk, bæði teymi og einstaklinga, taka á ágreiningi, tala fyrir breytingum, innleiðingu staðla o.s.frv.
· Góð almenn tölvufærni og geta til að tileinka sér notkun tölvukerfa.
· Skipulagshæfileikar.
Samskiptafærni og samstarfsaðilar í starfinu
Samskipti við iðnaðarmenn, framleiðslustarfsmenn, framleiðslusérfræðinga, planara, viðhalds- og áreiðanleikasérfræðinga og rekstarstjóra.
Samskipti við verktaka, birgja og þjónustuaðila Fjarðaáls.
- Gott mötuneyti
 - Rútuferðir til og frá vinnu
 - Velferðaþjónusta
 
islandzki
Angielski










