
Stórkaup
Stórkaup er heildverslun sem þjónar stórnotendum með aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin eru hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar. Helstu viðskiptavinir eru t.d framleiðendur, sjávarútvegur, rekstraraðilar, veitingageirinn og heilbrigðisstofnanir.
Markmið okkar er að bjóða gæða vörur á samkeppnishæfu verði, veita góða þjónustu og áreiðanleika í vöruframboði og afhendingum.
Helstu vöruflokkar Stórkaups eru ýmsar rekstrarvörur, hreinlætisvörur og heilbrigðis rekstrarvörur
Hjá Stórkaup starfar samhentur hópur með mikla reynslu og sérfræðiþekkingu á sínu sviði

Tæknimaður
Stórkaup óskar eftir að ráða öflugan tæknimann í starf á þjónustuverkstæði fyrirtækisins. Starfið felur m.a. í sér þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini ásamt viðhaldi, uppsetningu og uppfærslum á búnaði. Um er að ræða mjög fjölbreytt starf hjá ungu fyrirtæki í sókn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning og viðhald á hreinsi- og þvottakerfum.
- Almennt viðhald á hreinsitækjum s.s. lágþrýsti- og háþrýstitækjum, golfþvottavélum og ryksugum.
- Ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini félagsins um land allt.
- Uppsetning og þjónusta við búnað fyrir viðskiptavini.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi (t.d. rafvirkja-, rafeindavirkja-, vélvirkjamenntun) eða önnur reynsla sem nýtist í starfi.
- Þekking á rafstýringu/stýribúnaði.
- Reynsla af þjónustu tækja og búnaðar.
- Góð almenn tölvuþekking.
- Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, skipulag og frumkvæði.
- Gott vald á íslensku og ensku ásamt hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Árni Ingvarsson, rekstrarstjóri, í netfangið [email protected].
Utworzono ofertę pracy23. October 2025
Termin nadsyłania podań6. November 2025
Znajomość języków
islandzkiWymagane
AngielskiWymagane
Lokalizacja
Skútuvogur 9, 104 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
InicjatywaSamodzielność w pracyOrganizacjaNastawienie do klienta
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Leggðu línuna til Rarik - verkstjóri á Hvolsvelli
Rarik ohf.

Rafvirki/Rafeindavirki/Vélstjóri í Tæknideild Nortek á Akureyri.
Nortek

Liðsfélagi í hóp rafvirkja
Marel

Kranabílstjóri á nýjan kranabíl
Ísbor ehf

Tæknimaður
Hagvangur

Tæknimaður
Medor

Armur ehf. Óskar eftir starfsfólki í Tjónaskoðun og Bifreiðasmið
Armur ehf.

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Rafvirki
Blikkás ehf

Rafvirkjar og vélvirkjar / Electricians and Mechanics
Alcoa Fjarðaál

Vélvirkja vantar hjá Lambhaga Reykjavík
Lambhagi ehf.

Rafeindarvirki / Rafvirki - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar