

Klínískur lyfjafræðingur
Viltu vinna í kraftmiklu og fjölbreyttu umhverfi þar sem samstarf og faglegur metnaður er í forgrunni ? Fórstu í lyfjafræði til að vinna náið með öðrum heilbrigðisstéttum? Hefur þú áhuga á að vinna í teymi fólks sem brennur fyrir því sem það er að fást við á hverjum degi? Þá gætum við verið með rétta starfið fyrir þig.
Lyfjaþjónusta Landspítala leitar að öflugum klínískum lyfjafræðingi með sterka þjónustulund og færni til að móta nýtt verklag í samstarfi við aðra lyfjafræðinga sem og aðrar fagstéttir. Við leitum að klínískum lyfjafræðingum sem eru sveigjanlegir, framsæknir og tilbúnir að takast á við verkefni í mótun. Um er að ræða dagvinnustarf, en einnig býðst klínískum lyfjafræðingi að taka vaktir.
Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala. Um 40 lyfjafræðingar starfa nú við í fjölbreytt verkefni á Landspítala. Það er mikil framþróun innan Lyfjaþjónustu og hafin er vinna við mótun verkferla og eflingu þjónustustigs.



















































