

Gæðastjóri á bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu
Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi í starf gæðastjóra á bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu með áherslu á gæðastarf og rekstur gæðastjórnunarkerfis fyrir sviðið.
Gæðastjóri starfar með öflugu þverfaglegu teymi gæðastjóra og annarra sérfræðinga á gæðadeild Landspítala við þróun og rekstur gæðastjórnunarkerfis spítalans. Gæðastjóri sviðs er hluti af sviðskrifstofu bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu og vinnur náið með stjórnendum og öðrum þeim sem vinna að gæðum og umbótum. Áhersla er lögð á að veita framúrskarandi þjónustu innan Landspítala.
Leitað er eftir einstaklingi sem er skipulagður, lausnamiðaður, með góða samskiptahæfni og sem brennur fyrir gæða- og öryggismenningu. Starfishlutfall er 100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Vinnur í samvinnu við stjórnendur sviðs að gæða- og umbótaverkefnum í samræmi við stefnu og starfsáætlun Landspítala
- Umsjón með úrvinnslu atvika, gæðahandbók sviðs, árangursmælingum, úttektum og öðrum gæðamálum
- Vinnur að uppbyggingu og viðhaldi gæðastjórnunarkerfis á sinni starfseiningu
- Sinnir fræðslu, veitir upplýsingar og kynnir nýjungar er varða gæðamál
- Er þátttakandi í stefnumótun gæðamála á Landspítala
- Stuðlar að stöðugum umbótum og uppbyggingu gæða- og öryggismenningar
- Önnur verkefni í samráði við yfirmann gæðadeildar og framkvæmdarstjóra sviðs
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda æskileg
- Reynsla af störfum á sviði heilbrigðisþjónustu er æskileg
- Þekking á aðferðarfræði gæðastjórnunar
- Reynsla af rekstri gæðastjórnunarkerfa, mótun verkferla og innleiðingu er æskileg
- Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Frumkvæði, drifkraftur og geta til að starfa sjálfstætt
- Örugg framkoma og færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni í tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Góð íslenskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
islandzki







































