
Vetur Music
Vetur Music er íslenskt útgáfu- og dreifingarfyrirtæki. Við þjónustum tónlistarfólk með allt frá hugmynd að útgáfu.

Sérfræðingur í tónlistariðnaði - Stjórnendastaða
Við hjá Vetur Music leitum að sérfræðingi í tónlistarbransanum í rekstrarþróun og stefnumótun!
Starfslýsing
Við leitum að einstaklingi með reynslu af því að starfa í tónlistarbransanum til að hjálpa okkur að byggja upp starfsemi félagins og stuðla að betri umhverfi tónlistar á Íslandi. Einstaklingurinn mun vinna beint með stofnendum að rekstri, stefnumótun og mótun ferla, og verður lykilaðili í því hvernig starfsemi félagsins þróast.
Þetta hlutverk er fyrir aðila sem hefur brennandi áhuga á því að byggja upp innviði tónlistar á Íslandi, og lætur verkin tala. Mikill sveigjanleiki í hlutfalli og vinnutíma. Kostur er ef að aðilinn hefur áhuga á því að taka að sér stærri stjórnunar- og leiðtogahlutverk með fram vexti félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og setja upp innri ferla, verklag og skipulag.
- Ráðgjöf og samstarf við aðra stjórnendur um stefnu, forgangsröðun og þróun.
- Tengslamyndun: samstarfsaðilar, miðlar, dreifingaraðilar o.fl.
- Tryggja að rekstur og þjónusta Vetur Music styðji við tónlistarfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góður tónlistarsmekkur er skilyrði.
- Þekking og reynsla af íslenska tónlistarbransanum. Reynsla/þekking á útgáfustarfsemi er kostur.
- Geta til að vinna sjálfstætt, smíða ferla og sýna frumkvæði í starfi.
- Frábær samskiptafærni og skipulagshæfileikar.
- Menntun á sviði lista, viðskipta, markaðs, menningargeira eða sambærilegu er kostur en ekki skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Skemmtilegt og fjölbreytt starf hjá metnaðarfullu fyrirtæki.
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi og vinnnutími.
- Tækifæri til að vaxa með fyrirtæki og taka meiri ábyrgð með tímanum.
Utworzono ofertę pracy25. November 2025
Termin nadsyłania podań5. January 2026
Znajomość języków
islandzkiWymagane
AngielskiWymagane
Lokalizacja
Hafnarstræti 8, 101 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
ProfesjonalnośćInicjatywaProjektowanie procesówWdrażanie procesówAmbicjaOrganizacja
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (1)
Podobne oferty pracy (12)

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd

Gæðastjóri Iceland Seafood
Iceland Seafood

Verkefnastjóri GMP vottunar og starfsemi á Landspítala
Landspítali

Þjónustusérfræðingur
Vélafl ehf

Gæðastjóri
Fastus

Útbreiðslu- og viðburðastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ)
Frjálsíþróttasamband Íslands

Framkvæmdastjóri
Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins ohf.

Mannauðs- og gæðastjóri
Félagsstofnun stúdenta

Gæða- og öryggisstjóri
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Verkefnastjóri uppbyggingar íþrótta- og skólamannvirkja
Sveitarfélagið Hornafjörður

Leiðtogi starfsstöðva COWI á Austurlandi
COWI

Deildarstjóri Rauða krossins í Eyjafirði
Rauði krossinn við Eyjafjörð