
Fóðurblandan hf.
Fóðurblandan hf. er rótgróið íslenskt landbúnaðarfyrirtæki sem verið hefur leiðandi í framleiðslu og sölu á landbúnaðartengdum vörum í áratugi. Hjá Fóðurblöndunni starfar öflugur hópur fólks sem nýtir þekkingu sína til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina sinna. Við bjóðum upp á góðan starfsanda og liðsheild, tækifæri til endurmenntunar og þátttöku í verkefnum sem skipta máli fyrir alla.

Gæða- og mannauðsstjóri
Fóðurblandan leitar að lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi í fjölbreytta stöðu gæða- og mannauðsstjóra. Viðkomandi mun leiða umbótastarf og tryggja að vörur, þjónusta og ferlar fyrirtækisins uppfylli ströngustu gæðakröfur, ásamt því að styðja við mannauðsmál og innri þróun fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða innleiðingu og viðhald á gæðastöðlum og skjalastjórnunarkerfi
- Framkvæma ferlagreiningar og stuðla að stöðugum umbótum
- Umsjón með gæðahandbók, skjölun og árangursmælikvörðum
- Skipuleggja og stýra innri og ytri úttektum og úrbótum
- Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð í gæða-og mannauðsmálum
- Samskipti við eftirlitsaðila, birgja, viðskiptavini og móðurfélag
- Úrvinnsla kvartana og frávika, greining orsaka og umbótatillögur
- Umsjón með ráðningum, fræðslu og móttöku nýrra starfsmanna
- Eftirlit með frammistöðumati og starfsánægjukönnunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af gæðastjórnun og rekstri gæðakerfa
- Þekking á gæða- og umhverfisstöðlum og árangursmælingum
- Leiðtogahæfni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptafærni og drifkraftur
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta og reynsla af mannauðsmálum er kostur
- Sveigjanleiki og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
Utworzono ofertę pracy30. June 2025
Termin nadsyłania podań9. July 2025
Znajomość języków
Brak wymagań językowych
Lokalizacja
Korngarðar 12, 104 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia
Podobne oferty pracy (12)

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Mannauðsfulltrúi
Terra hf.

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali

Við leitum af gæðastjóra í verksmiðju TDK Foil Iceland ehf á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Verkefnisstjóri á Drangsnesi
Vestfjarðastofa

S. Iceland ehf. óskar eftir gæðastjóra.
S. Iceland ehf.

Vöruþróun og framleiðsla
ICEWEAR

Verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi
MEKÓ

Verkefnastjóri
Eimur

Gæðastjóri orkuinnviða – N1
N1

Forstöðumaður ferðaþjónustu
Golfskálinn