

Mannauðsfulltrúi
Brennur þú fyrir því að vinna með fólki, vinna við fræðslu og þjálfun og önnur spennandi mannauðsmál og að skapa jákvæða upplifun á vinnustað? Ef þú nýtur þess að skipuleggja, ert jákvæður, drífandi og lausnamiðaður einstaklingur að eðlisfari, þá viljum við endilega heyra frá þér.
Við á sviði Sjálfbærni og menningar hjá Terra leitum að liðsfélaga sem er tilbúinn til að sjá um fræðslumál hjá Terra og dótturfélögum en samanlagður fjöldi starfsfólks er rúmlega 300 manns. Starfið felur jafnframt í sér þátttöku í fjölbreyttum og spennandi verkefnum þar sem þú getur haft áhrif og lagt þitt af mörkum til að þróa og efla mannauðsstarfið okkar enn frekar.
Þú munt bera ábyrgð á fræðslu og þjálfun starfsfólks, en við nýtum m.a. fræðslu- og upplýsingakerfið Relesys í því skyni. Einnig felst í starfinu þátttaka í mótun og skráningu verklagsreglna og ferla sem tengjast bæði mannauðsmálum og gæða- og öryggismálum. Þar að auki að veita mannauðsstjóra félagssins stuðning við ýmis mannauðstengd verkefni. Við erum nú á vegferð að innleiða Journeys frá 50skills og mun nýr liðsfélagi koma að þeirri vinnu.
Fyrir áhugasamt mannauðsfólk, þá býðst spennandi tækifæri til að hafa áhrif innan umhverfisgeirans. Samhentur hópur metnaðarfullra samstarfsfélaga mun taka á móti þér og styðja þig í starfi. Þú færð mikilvægt hlutverk innan móður- og dótturfélaga Terra, sveigjanleika í starfi og tækifæri til að nýta og þróa hæfileika þína á vettvangi sem skiptir máli.
Hjá Terra vinnum við í því alla daga að gera góða hluti fyrir umhverfið.
- Skipulag og utanumhald fræðslu- og þjálfunarmála starfsfólks
- Þróun og gerð fræðsluefnis
- Eftirfylgni og miðlun upplýsinga um stöðu fræðslumála
- Sækja styrki úr fræðslusjóðum
- Ferlavinna og skráning verklagsreglna
- Stuðningur við mannauðsstjóra í fjölbreyttum mannauðstengdum verkefnum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla á sviði mannauðsmála er kostur
- Brennandi áhugi á fræðslu, þjálfun starfsfólks og skýrum verklagsferlum
- Reynsla af notkun rafrænna fræðslu- og upplýsingakerfa er kostur
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
- Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran hátt, leiðbeina og kenna hópum
- Góð skipulagshæfni, öguð vinnubrögð, drifkraftur og lausnamiðað hugarfar
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

