
Laugarás Lagoon
Í sumar bætist ný perla í einstakt landslag uppsveita Árnessýslu. Laugarás Lagoon er nýr baðstaður í hjarta Suðurlands, við hina glæsilegu brú sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Baðstaðurinn er hannaður þannig að hann fellur á fullkominn hátt inn í landslagið og veitir gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verður tilkynnt með vorinu.
Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verður veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.

Bað- og öryggisvörður/Spa Safety Attendant
(English below)
Við leitum að ábyrgðarfullu og þjónustulunduðu fólki til starfa við bað- og öryggisgæslu á nýjum og spennandi baðstað sem er að opna í hjarta Laugaráss. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni þar sem öryggi, hreinlæti og ánægja gesta og starfsmanna eru í forgrunni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja öryggi gesta og fylgjast með að öryggisreglum sé fylgt.
- Hafa virkt eftirlit með böðum, búningsklefum og öðrum aðstöðu.
- Veita gestum upplýsingar og leiðbeiningar á kurteislegan og faglegan hátt.
- Gæta að hreinlæti og aðbúnaði svæðisins.
- Bregðast hratt og rétt við í neyðartilvikum og veita skyndihjálp þegar þörf krefur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi er kostur, en ekki skilyrði.
- Gild réttindi í skyndihjálp eru nauðsynleg, eða vilji til að sækja slíkt námskeið.
- Góð viðbragðsgeta og færni í að bregðast rétt við óvæntum aðstæðum.
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
- Við getum boðið upp á húsnæði í nálægð við vinnustaðinn.
- Tækifæri til starfsþróunar
- Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
- Aðgangur að þjónustu fyrirtækisins
Utworzono ofertę pracy16. April 2025
Termin nadsyłania podań4. May 2025
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Skálholtsvegur 1, Laugarási
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (7)

Yfirþjónn / Head Waiter
Laugarás Lagoon

Uppvask / Kitchen porter
Laugarás Lagoon

Gestgjafi þjónustu og upplifunar/Guest experience host
Laugarás Lagoon

Kokkar / Chefs
Laugarás Lagoon

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
Laugarás Lagoon

Viltu leiða þjónustu og upplifun í nýju baðlóni?
Laugarás Lagoon

Sölu- og bókanafulltrúi / Sales and booking representative
Laugarás Lagoon
Podobne oferty pracy (8)

Öryggisvörður í svæðisþjónustu
Eimskip

Sumarstarf í Íþróttamiðstöðinni á Djúpavogi
Íþróttamiðstöðin á Djúpavogi

Vaktstjóri íþróttamiðstöðvarinnar í Vík
Mýrdalshreppur

Öryggis- og umsjónaraðili á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugv
Landhelgisgæsla Íslands

Baðvörður
Sveitarfélagið Árborg

Join Our Aviation Security Team at Keflavík Airport - Summerjob
Öryggismiðstöðin

Karlmaður í sumarafleysingastöðu
Eyjafjarðarsveit

Ökuleiðsögumaður (Driver-Guide)
Hótel Húsafell