
Laugarás Lagoon
Í sumar bætist ný perla í einstakt landslag uppsveita Árnessýslu. Laugarás Lagoon er nýr baðstaður í hjarta Suðurlands, við hina glæsilegu brú sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Baðstaðurinn er hannaður þannig að hann fellur á fullkominn hátt inn í landslagið og veitir gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verður tilkynnt með vorinu.
Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verður veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.

Gestgjafi þjónustu og upplifunar/Guest experience host
(English below)
Við leitum að drífandi, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi í hlutverk gestgjafa þjónustu og upplifunar í nýju og einstökum áfangastsað sem opnar í Laugarási á næstu misserum – þar sem náttúra, vellíðan og dýrmæt upplifun mætast á einum stað.
Í þessari fjölbreyttu og mikilvægu stöðu tekur þú á móti gestum bæði í baðlóni og á veitingastaðnum Ylju, sem staðsettur er við baðsvæðið. Þú berð ábyrgð á því að gestir upplifi hlýju, fagmennsku og samfellda þjónustu – hvort sem þeir eru á á baðsvæðinu eða njóta góðrar máltíðar.
Sem gestgjafi þjónustu og upplifunartekur þú virkan þátt í að móta stemningu, þjónustustefnu og teymið sem mun skapa eftirminnilega upplifun fyrir gesti okkar. Unnið er í vaktavinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka á móti gestum af hlýju og fagmennsku hvort sem er við komu á baðstaðinn eða inná Ylju veitingastað.
- Veita gestum upplýsingar eins og þarf hverju sinni
- Tryggja að gestir fái framúrskarandi þjónustu og persónulega upplifun
- Styðja við önnur teymi eftir þörfum
- Leysa úr fyrirspurnum, koma til móts við óskir og bregðast fljótt við vandamálum
- Halda utan um gæðaviðmið og skrá athugasemdir eða ábendingar frá gestum
- Tryggja að umhverfið sé aðlaðandi, hreint og vel skipulagt
- Starfa eftir gildandi verklagsreglum, öryggiskröfum og þjónustustefnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla úr þjónustugeiranum (t.d. þjónn, móttaka, baðstaður, hótel) er kostur
- Almenn tölvukunnátta. Reynsla að vinna með bókunar- eða sölukerfum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta (önnur tungumál kostur)
- Frábær þjónustulund, hlýleg framkoma og samskiptafærni
- Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Skipulögð og lausnamiðuð hugsun
- Sveigjanleiki til að vinna kvöld og helgar ef þarf
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
- Við getum boðið upp á húsnæði í nálægð við vinnustaðinn.
- Tækifæri til starfsþróunar
- Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
- Aðgang að þjónustu fyrirtækisins
Utworzono ofertę pracy16. April 2025
Termin nadsyłania podań4. May 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Skálholtsvegi 1, Laugarási
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (7)

Yfirþjónn / Head Waiter
Laugarás Lagoon

Uppvask / Kitchen porter
Laugarás Lagoon

Kokkar / Chefs
Laugarás Lagoon

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
Laugarás Lagoon

Bað- og öryggisvörður/Spa Safety Attendant
Laugarás Lagoon

Viltu leiða þjónustu og upplifun í nýju baðlóni?
Laugarás Lagoon

Sölu- og bókanafulltrúi / Sales and booking representative
Laugarás Lagoon
Podobne oferty pracy (12)

Sölumaður í verslun
Dynjandi ehf

VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT?
Eyjafjarðarsveit

Sumarafleysing - Þjónustuver Vinnueftirlitsins
Vinnueftirlitið

Yfirþjónn / Head Waiter
Laugarás Lagoon

SA Lyfjaskömmtun - framtíðarstarf
Lyf og heilsa

Þjónusta í apóteki - Sumarstarf
Lyf og heilsa

Þjónusta í apóteki - Sumarstörf
Apótekarinn

Sumarstarfsmaður í verslun Hvolsvelli
Fóðurblandan

Join our fantastic team at Perlan!
Perlan

Starfsmaður óskast í félagsmiðstöð eldri borgra Garðabæ
Garðabær

Starfsmaður í móttökustöð - Vestmannaeyjar
Terra hf.

Starfsmaður á dagvaktir / Kitchen worker on dayshifts
Haninn ehf