

Aðstoðarkona óskast í sveigjanlegt hlutastarf
Óskað er eftir skemmtilegum 20 ára eða eldri aðstoðarkonum í teymið. Starfið felur í sér að aðstoða 11 ára stelpu sem býr í Garðabæ með foreldrum sínum og systkinum.
Um mjög fjölbreytilegt starf er að ræða en áhugamál hennar eru m.a að fara í sund, í bíó, fara í búðir, fara á kaffihús eða vera bara heima að leika sér.
Tilgangurinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) er að geti lifað eðlilegu lífi en NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf óháð fötlun.
Aðstoðarkonur þurfa:
- Að vera líkamlega hraustar.
- Að vera þolinmóðar og sýna umhyggju og virðingu samskiptum.
- Að vera hressar, jákvæðar og skemmtilegar.
- Að geta sýnt sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
- Að vera stundvísar og áreiðanlegar.
-Að vera íslenskumælandi.
-Að vera með bílpróf og hafa afnot af bíl.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
Vinnutíminn er frá 16:30-19:30 virka daga, frá 07:00-13:00 og 13:00-19:00 um helgar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar. Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, en hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina og notendastýrða persónulega aðstoð hér: NPA miðstöðin - NPA miðstöðin
























