
Viðskipta og vörustjóri Eco-Garden ehf
Eco-Garden leitar eftir viðskipta og vörustjóra í sölu á landbúnaðar og garðyrkjuvörum til núverandi og nýrra viðskiptavina.
Við leitum að frambærilegum og öflugum aðila sem þekkir til viðskiptavina og hefur vöruþekkingu á þessu sviði.
Starfið fer að mestu leiti fram í Reykjavík en felur einnig í sér heimsóknir til viðskiptavina útum allt land.
- Þjónusta og ráðgjöf til núverandi og nýrra viðskiptavina.
- Innkaup og samskipti við erlenda birgja og flutningsaðila.
- Þjónusta og ráðgjöf við garðyrkjubændur, kúabændur, golf og fótboltavelli og smásöluaðila.
- Miðlun faglegrar þekkingar frá framleiðendum/birgjum til viðskiptavina.
Við leitum af einstaklingi sem hafa stundað nám á þessu sviði landbúnaðar eða/eða garðyrkju. Kostur er að viðkomandi hafi þekkingu á ræktun s.s ylrækt, útirækt á grænmeti og kornrækt.
Þekking á excel og DK bókhaldskerfi, innflutningi og áætlanagerð er mikill kostur.
Viðkomandi þarf að vera frambærileg/ur, sjálfstæð/ur og geta auðveldlega átt í samskiptum við fólk. Opin, jákvæð/ur, dugleg/ur og hafa brennandi áhuga á Íslanskum landbúnaði.
Góð íslensku og enskukunnátta eru skilyrði.
Reynsla af sölumennsku er mikill kostur.














