Skrifstofa Alþingis
Skrifstofa Alþingis
Skrifstofa Alþingis

Við leitum að hæfileikabúnti í öflugt teymi skrifstofu Alþingis

Skrifstofa Alþingis leitar að ábyrgum og framsýnum ritara til að aðstoða forseta Alþingis og skrifstofustjóra í daglegum störfum. Starfið felur í sér fjölbreytt sérfræðiverkefni sem tengjast skipulagi, samhæfingu og eftirfylgni ákvarðana auk ritaraþjónustu.

Þessi staða krefst hæfni til að halda yfirsýn á erilsömum vinnustað, samhæfa dagskrár og miðla upplýsingum á hnitmiðaðan hátt. Við leitum að skeleggum og skipulögðum einstaklingi með góða nærveru, hæfileika til að lesa í aðstæður og auga fyrir umbótum í verklagi. Þetta er nýtt starf í mótun sem býður upp á mörg tækifæri. Staðan heyrir undir skrifstofustjóra Alþingis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Öflugur tengiliður forseta og skrifstofustjóra, innan sem utan skrifstofu Alþingis
  • Aðstoð við eftirfylgni ákvarðana og verkefna á vegum framkvæmdastjórnar
  • Umsjón stjórnsýsluverkefna
  • Gerð samantekta, ritun fundargerða og skipulag gagna og upplýsinga
  • Yfirlestur texta og aðstoð við framsetningu efnis, m.a. glærukynninga og minnisblaða
  • Skipulag funda, fundaboðanir og samhæfing dagatala
  • Þátttaka í skipulagi viðburða með viðburðateymi
  • Önnur verkefni sem tengjast starfsemi skrifstofu Alþingis
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Farsæl reynsla af sambærilegu starfi, kostur ef hún er innan stjórnsýslu
  • Framúrskarandi skipulagsfærni og frumkvæði í störfum
  • Lipurð í samskiptum, við innlenda sem erlenda aðila
  • Traust og trúnaður í samskiptum og við meðferð upplýsinga
  • Seigla, þolgæði og geta til að halda ró og yfirvegun þegar mikið liggur við
  • Mjög gott vald á íslensku, sérstaklega í framsetningu texta, auk mjög góðrar enskukunnáttu
  • Leikni í notkun og innleiðingu tæknilausna sem létta dagleg störf
Advertisement published8. September 2025
Application deadline18. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Kirkjustræti 10, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.Planning
Work environment
Professions
Job Tags