
Skrifstofa Alþingis
Hlutverk skrifstofu Alþingis er að styðja við starfsemi Alþingis svo að þingið og þingmenn geti sinnt hlutverkum sínum samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Meginverkefni skrifstofunnar eru að vera forseta til aðstoðar, framfylgja ákvörðunum hans og forsætisnefndar auk ákvarðana á fundi forseta með þingflokksformönnum. Enn fremur að veita alþingismönnum, nefndum og þingflokkum faglega aðstoð og þjónustu, að hafa á hendi almennan rekstur þingsins og stjórnsýslu og að varðveita og miðla upplýsingum um hlutverk og starfsemi Alþingis.

Við leitum að hæfileikabúnti í öflugt teymi skrifstofu Alþingis
Skrifstofa Alþingis leitar að ábyrgum og framsýnum ritara til að aðstoða forseta Alþingis og skrifstofustjóra í daglegum störfum. Starfið felur í sér fjölbreytt sérfræðiverkefni sem tengjast skipulagi, samhæfingu og eftirfylgni ákvarðana auk ritaraþjónustu.
Þessi staða krefst hæfni til að halda yfirsýn á erilsömum vinnustað, samhæfa dagskrár og miðla upplýsingum á hnitmiðaðan hátt. Við leitum að skeleggum og skipulögðum einstaklingi með góða nærveru, hæfileika til að lesa í aðstæður og auga fyrir umbótum í verklagi. Þetta er nýtt starf í mótun sem býður upp á mörg tækifæri. Staðan heyrir undir skrifstofustjóra Alþingis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öflugur tengiliður forseta og skrifstofustjóra, innan sem utan skrifstofu Alþingis
- Aðstoð við eftirfylgni ákvarðana og verkefna á vegum framkvæmdastjórnar
- Umsjón stjórnsýsluverkefna
- Gerð samantekta, ritun fundargerða og skipulag gagna og upplýsinga
- Yfirlestur texta og aðstoð við framsetningu efnis, m.a. glærukynninga og minnisblaða
- Skipulag funda, fundaboðanir og samhæfing dagatala
- Þátttaka í skipulagi viðburða með viðburðateymi
- Önnur verkefni sem tengjast starfsemi skrifstofu Alþingis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám á háskólastigi sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af sambærilegu starfi, kostur ef hún er innan stjórnsýslu
- Framúrskarandi skipulagsfærni og frumkvæði í störfum
- Lipurð í samskiptum, við innlenda sem erlenda aðila
- Traust og trúnaður í samskiptum og við meðferð upplýsinga
- Seigla, þolgæði og geta til að halda ró og yfirvegun þegar mikið liggur við
- Mjög gott vald á íslensku, sérstaklega í framsetningu texta, auk mjög góðrar enskukunnáttu
- Leikni í notkun og innleiðingu tæknilausna sem létta dagleg störf
Advertisement published8. September 2025
Application deadline18. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Kirkjustræti 10, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsPublic administrationPlanning
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (8)

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Sérfræðingur í fasteignaskráningu
Umhverfis- og skipulagssvið

Deildarstjóri lögfræðideildar
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri
Reykjavíkurborg - Innri endurskoðun og ráðgjöf

Staðgengill þjóðgarðsvarðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Náttúruverndarstofnun

Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks
Mannréttinda og lýðræðisskrifstofa

Byggðaþróunarfulltrúi í Uppsveitum Árnessýslu
Bláskógabyggð

Laust embætti skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið