Mannréttinda og lýðræðisskrifstofa
Mannréttinda og lýðræðisskrifstofa
Mannréttinda og lýðræðisskrifstofa

Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar leitar að öflugum einstaklingi í 100% starf sérfræðings í málefnum hinsegin fólks.

Í boði er spennandi og fjölbreytt starf á Mannréttindaskrifstofu. Skrifstofan, sem er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur, þjónustar mannréttindaráð borgarinnar. Skrifstofan ber ábyrgð á að fylgja eftir mannréttindastefnu borgarinnar og er í margs konar samstarfi um mannréttindamál bæði innan borgarinnar og utan. Mikill þungi verkefna starfsmannsins snýr að regnbogavottun Reykjavíkur og almennt að málefnum hinsegin fólks, en einnig mun viðkomandi koma að öðrum verkefnum á sviði mannréttindamála.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að og stýra regnbogavottun Reykjavíkurborgar
  • Ráðgjöf vegna hinsegin málefna
  • Fræðsla vegna hinsegin mála
  • Útbúa efni um hinsegin málefni, svo sem bæklinga, gátlista, rafrænar fræðslur, halda úti vefsíðum
  • Halda utan um aðild borgarinnar að Rainbow Cities Network
  • Gerð umsagna innan og utan borgarinnar
  • Ráðgjöf til leik- og grunnskóla um málefni hinsegin barna
  • Innleiðing og eftirfylgni laga og stefna er snerta sérstaklega hinsegin fólk
  • Aðkoma að viðburðum borgarinnar sem snerta hinsegin málefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsgráða sem nýtist í starfi
  • Þekking á hinsegin samfélaginu nauðsynleg
  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
  • Þekking á eða reynsla af stjórnsýslu æskileg
  • Reynsla af því að veita fræðslu æskileg
  • Skipuleg og fagleg vinnubrögð
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskukunnátta C2, enskukunnátta C1 skv. samevrópska tungumálarammanum og reynsla í miðlun upplýsinga í ræðu og riti á þeim tungumálum
  • Færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort
  • Sundkort
  • 36 stunda vinnuvika
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
Advertisement published2. September 2025
Application deadline16. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.Independence
Work environment
Professions
Job Tags