Verkís
Verkís
Verkís

Við byggjum upp samfélög – vilt þú taka þátt?

Verkís leitar að hönnuðum sem vilja móta innviði framtíðar

Innviðir eru ósýnilegur en ómissandi grunnur samfélagsins.
Vegir, götur, stígar, brýr og flugvellir sem tengja fólk saman.
Veitukerfin halda samfélaginu gangandi með aðgengi að heitu og köldu vatni og fráveitan tekur við, leiðir og hreinsar, sama hvernig viðrar.

Hjá Verkís vinnum við að hönnun innviða sem skipta máli. Við vinnum fyrir sveitarfélög, opinbera aðila, orkufyrirtæki og aðra verkkaupa með ólíkar þarfir. Hvort heldur sem er þéttbýli eða dreifbýli, frá samgöngumannvirkjum til veitukerfa og blágrænna ofanvatnslausna.

Við leitum nú að hönnuðum sem vilja taka þátt í uppbyggingu samfélags framtíðarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér þátttöku í fjölbreyttum verkefnum á sviði innviða, þar sem áhersla er á faglega hönnun, samvinnu og lausnamiðaða hugsun. Verkefnin geta m.a. falið í sér:

  • Hönnun innviða á sviði samgangna og/eða veitna.
  • Hönnun vega, gatna, stíga, brúa, flugvalla og tengdra mannvirkja eða
    hönnun veitukerfa, fráveitna og ofanvatnslausna.
  •  Greiningar, líkangerð og útfærslu lausna í þverfaglegu teymi.
  • Samræmingu hönnunar og þátttöku í verkefnum fyrir fjölbreytta verkkaupa.
  • Þátttöku í uppbyggingu hverfa, svæða og samfélaga með sjálfbærni og framtíðarsýn að leiðarljósi.

Verkefni og áherslur ráðast að hluta af þinni reynslu og áhugasviði – við leggjum áherslu á að fólk fái að vaxa í starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í verkfræði, tæknifræði eða skyldum greinum er mikilvæg.
  • Reynsla af hönnun innviða er kostur, en ekki skilyrði.
  • Þekking á hönnunarforritum, BIM, 3D eða líkangerð er kostur.
  • Góð samskiptafærni, faglegur metnaður og vilji til að læra skipta miklu máli.
  • Gott vald á íslensku og ensku.

Ef þú uppfyllir ekki allt að ofan, en finnur að þetta talar til þín, hvetjum við þig engu að síður til að sækja um.

Advertisement published18. December 2025
Application deadline12. January 2026
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TechnologistPathCreated with Sketch.Engineer
Professions
Job Tags