Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir

Verkstæðismaður á Egilsstaðaflugvelli

Við óskum eftir að ráða einstakling á verkstæði og EGNOS.

Helstu verkefni eru dagleg störf á verkstæði, viðhald tækja og vinna við EGNOS GPS leiðréttingarstöðvar. Auk þess almenn störf flugvallarþjónustu, svo sem björgunar- og slökkviþjónustu þegar þörf er á og flugvernd. Viðkomandi þarf að ljúka þol- og þrekprófi, standast námskeið og próf á vegum ESSP. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur

  • Bílpróf er skilyrði

  • Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi er skilyrði

  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði

  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur

  • Reynsla af slökkvistörfum er kostur

  • Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er kostur

  • Viðkomandi þarf að standast læknisskoðun ásamt þrek- og styrktarprófi

  • Lipurð í mannlegum samskiptum

  • Sjálfstæð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Vegna kröfureglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð.

Advertisement published5. August 2025
Application deadline17. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Egilsstaðir, 701 Egilsstaðir
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Independence
Professions
Job Tags