
Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir er dótturfyrirtæki Isavia ohf. Hlutverk félagsins er að reka alla áætlunarflugvelli á Íslandi utan Keflavíkurflugvallar auk fjölda lendingarstaða. Starfsemi fyrirtækisins er mjög fjölbreytt. Við sinnum almennri flugvallarþjónustu, flugumferðarþjónustu, flugvernd, umsjón með verklegum framkvæmdum auk öryggis- og gæðamála.
Hjá fyrirtækinu vinnur samhentur hópur sem hefur það að markmiði að halda Íslandi á lofti og vera hluti af góðu ferðalagi.

Verkstæðisformaður á Akureyrarflugvelli
Við óskum eftir að ráða einstakling í stöðu verkstæðisformanns á Akureyrarflugvelli.
Vélaverkstæðið er hluti af flugvallarþjónustu á Akureyrarflugvelli þar sem unnið er að fjölbreyttum og krefjandi viðhalds- og rekstrarverkefnum í nánu samstarfi við aðra aðila flugvallarins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkstýra daglegri starfsemi með hliðsjón af tímasetningum, verkefnaröðun og nýtingu tækja í samráði við vaktstjóra flugvallarþjónustu
- Umsjón með rekstrartengdum verkefnum verkstæðisins
- Umsjón með fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðum á búnaði, tækjum og bifreiðum sem notuð eru við rekstur og þjónustu flugvallarins og annarra lendingarstaða í umdæminu
- Innkaup á búnaði og varahlutum í gegnum útboð
- Þátttaka í snjóruðningi og hálkuvörnum á flugvallarsvæðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
- Meirapróf og vinnuvélapróf eru skilyrði
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu er skilyrði
- Almenn tölvukunnátta er skilyrði
- Reynsla af verkstýringu og stjórnun er kostur
Advertisement published28. July 2025
Application deadline11. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Akureyrarflugvöllur, 600 Akureyri
Type of work
Skills
Driver's license (BE)Driver's license C
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Tækjamaður í garðyrkju - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær

Tækjamaður - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær

Vélamaður / gröfumaður
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf

Garðaþjónusta/ framtíðarstörf
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf

Verkstæðisformaður á vélaverkstæði, Reyðarfjörður
Vegagerðin

Vélamaður á Hólmavík
Vegagerðin

Car Mechanic
BT Bílar ehf.

Tæknimaður Glans
Olís ehf

Kæli og frystikerfi. Þjónustumaður í Garðabæ
Frost

Meiraprófsbílstjóri (CE) og starfsmaður á útisvæði / CE driver with experience
Einingaverksmiðjan

Verkstæðisstarf hjá Þór hf á Akureyri
Þór hf

Viðgerðarmaður / Mechanics
Vélafl ehf