
UMF Stjarnan
Gildi Stjörnunnar lýsa því hvað skal einkenna allt starf félagsins:
Fagmennska – Samstaða – Gleði - Árangur
Verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar
Knattspyrnudeild Stjörnunnar leitar að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á því að vinna með félaginu og aðstoða við uppbyggingu deildarinnar.
Hlutverk verkefnastjóra er að styðja við faglegt starf í samstarfi við öflugt teymi starfsfólks, sjálfboðaliða og stuðningsmanna. Þetta er spennandi og fjölbreytt starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og metnað.
Verkefnastjórinn heyrir beint undir Framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar og starfar jafnframt með stjórn knattspyrnudeildar og þjálfarateymum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og framkvæmd á hinum ýmsu verkefnum deildarinnar, m.a. þeim sem snúa að meistaraflokkum knattspyrnudeildar.
- Skipulag og framkvæmd leikja meistaraflokka knattspyrnudeildar í samstarfi við vallarstjóra.
- Samskipti við sjálfboðaliða deildarinnar, þjálfara, leikmenn og stuðningsmenn.
- Umsjón, skipulagning og framkvæmd ferða á vegum deildarinnar.
- Umsjón með handbókum deildarinnar.
- Skipulag, framkvæmd og eftirfylgni fjáröflunarverkefna.
- Aðkoma að samningagerð og samskiptum við birgja og styrktaraðila.
- Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar og stjórn felur viðkomandi hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Þekking á og reynsla af íþróttastarfi nauðsynleg.
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
- Góð samskipta- og samstarfshæfni.
- Sterk skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt í krefjandi verkefnum.
- Frumkvæði, jákvætt viðhorf og metnaður til að ná árangri.
Advertisement published10. February 2025
Application deadline24. February 2025
Language skills

Required

Optional
Location
Ásgarður, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar
UMF Stjarnan

Sérfræðingur í opinberum innkaupum
FSRE

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Umsjón með innkaupum og búnaði
Náttúruverndarstofnun

Verkefnastjóri umhverfis og garðyrkju
Seltjarnarnesbær

Stafrænn vörustjóri - B2B
Bláa Lónið

Verkefnastjóri í sjálfbærni
HS Orka

Þjónustu- og upplifunarstjóri Krónunnar
Krónan

Verkefnastjóri Byggingarframkvæmda
E. Sigurðsson

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð

Þjónustu og Verkefnastjóri í MICE
HL Adventure

Sérfræðingur á sviði mannvirkjagerðar
Landhelgisgæsla Íslands